Enski boltinn

Kjálkabraut mann á gamlárskvöld

Grjótharður. Darius með hnefann á lofti.
Grjótharður. Darius með hnefann á lofti.
Áramótagleðin fór eitthvað úr böndunum hjá Darius Henderson, framherja Millwall, því hann kýldi mann af slíku afli á veitingastað að fórnarlambið kjálkabrotnaði.

Henderson var í kjölfarið handtekinn en hefur nú verið sleppt út. Hann þarf þó að svara til saka síðar.

Henderson er reyndur kappi sem hefur leikið fyrir sjö félög. Hann er markahæsti leikmaður Millwall í vetur með níu mörk og félagið má illa við því að hann fari í fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×