Enski boltinn

Terry: Ég stend með stjóranum

Mörgum finnst það hreinlega orðið pínlegt hvernig leikmönnum Chelsea virðist umhugað um að sanna samheldni liðsins í hvert skipti sem það skorar mark um þessar mundir.

Stanslausar sögusagnir eru um ósætti í klefa liðsins og að stjórinn, Andre Villas-Boas, gangi illa að fá alla leikmenn á sitt band.

Fyrirliðinn John Terry hefur nú skorist í leikinn og ítrekað hversu hamingjusamir allir séu hjá félaginu.

"Ég vil að það komi skýrt fram að ég stend heilshugar að baki stjóranum og það eru engin vandamál á bak við tjölin hjá okkar liði," sagði Terry en hann var ekki í hópi þeirra sem fögnuðu með Villas-Boas í síðasta leik og við það skapaðist enn frekari umræða.

"Ég hljóp að strákunum en óttaðist að Wolves ætlaði að taka hraða miðju á meðan við værum að fagna og vildi því vera til í slaginn. Við fögnuðum allir saman eftir leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×