Enski boltinn

Szczesny: Þurfum á Henry að halda

Henry á æfingu með Arsenal.
Henry á æfingu með Arsenal.
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, er afar ánægður að fá Frakkann Thierry Henry í lið félagsins næstu mánuði og segir að liðið þurfi á honum að halda.

Henry mun spila með Arsenal í tvo mánuði en hann kemur að lán frá bandaríska félaginu NY Red Bulls. Henry verður líklega orðinn löglegur er Arsenal leikur gegn Leeds í bikarnum um helgina.

"Hann er gæðaleikmaður. Kann að klára færin sín og er ótrúlega útsjónarsamur. Hann er líka magnaður karakter sem er gott að hafa í klefanum," sagði markvörðurinn.

"Hann hjálpar öllum leikmönnum utan vallar og það er því mikil ánægja að fá hann. Vonandi verður búið að ganga frá pappírsvinnunni sem allra fyrst því við þurfum á honum að halda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×