Handbolti

12 dagar í EM í Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkar urðu Evrópumeistarar 2010.
Frakkar urðu Evrópumeistarar 2010. Mynd/DIENER
Frakkar eru núverandi Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar og eiga nú mögleika á því að vinna fimmtu gullverðlaunin í röð á EM í Serbíu.

Frakkar urðu Ólympíumeistarar í Peking 2008, Heimsmeistarar í Króatíu 2009, Evrópumeistarar í Austurríki 2010 og Heimsmeistarar í Svíþjóð 2011.

Franska liðið hefur aðeins tapað 1 af 36 leikjum sínum (31 sigur, 4 jafntefli) á þessum fjórum stórmótum og það tap kom í leik á móti Króatíu á HM 2009, í leik sem skipti litlu máli því Frakkar voru þá þegar búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Frakkar hafa jafnframt krækt í verðlaun á síðustu þremur Evrópumótum, unnu gull 2006 og 2010 og svo brons 2008.



Frakkar á síðustu þrettán stórmótum:

HM 2011 - Gull (9 sigrar, 1 jafntefli)

EM 2010 - Gull (6 sigrar, 2 jafntefli)

Hm 2009 - Gull (9 sigrar, 1 tap)

ÓL 2008 - Gull (7 sigrar, 1 jafntefli)

EM 2008 - Brons

HM 2007 - 4. sæti

EM 2006 - Gull

HM 2005 - Brons

ÓL 2004 - 5. sæti

EM 2004 - 6. sæti

HM 2003 - Brons

EM 2002 - 6. sæti

HM 2001 - Gull




Fleiri fréttir

Sjá meira


×