Enski boltinn

Mancini: Mjög mikilvægur sigur | Ætlar að selja þrjá leikmenn í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, sá sína menn vinna 3-0 sigur á Liverpool í kvöld og ná þar með þriggja stiga forskoti á Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hafði ekki skorað í síðustu tveimur leikjum sínum.

„Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik því við vorum að mæta sterku liði sem er ekki auðvelt að vinna," sagði Roberto Mancini eftir leikinn.

„Við vorum að spila í annað skiptið á aðeins 48 tímum og þeir spiluðu fyrir fjórum dögum sem gerði þetta enn erfiðara. Við áttum ekki skilið að tapa á móti Sunderland sem voru ótrúleg úrslit og þetta var því mikilvægur sigur í kvöld," sagði Mancini.

Roberto Mancini tilkynnti það jafnframt að hann ætlaði að selja þrjá leikmenn í janúarglugganum og það má búast við því að Wayne Bridge og Carloz Tevez séu í þeim hópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×