Enski boltinn

Martin O'Neill: Flottasti sigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin O'Neill, stjóri Sunderland.
Martin O'Neill, stjóri Sunderland. Mynd/AFP
Martin O'Neill, stjóri Sunderland, hefur framkvæmt sannkallað kraftaverk á liði Sunderland sem er nú allt annað lið en fyrir mánuði þegar liðið tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum undir stjórn Steve Bruce. Sunderland vann 4-1 útisigur á Wigan í kvöld og hefur þar með náð í þrettán stig út úr síðustu sex leikjum sínum.

„Þetta var flottasti sigur liðsins undir minni stjórn og ég get rökstutt það með öllu milli himins og jarðar," sagði Martin O'Neill eftir sigurinn í kvöld en Sunderland-liðið náði í sex stig á 48 tímum því liðið vann 1-0 sigur á toppliði Manchester City á Nýársdag.

„Strákarnir gáfu allt í leikinn á móti Manchester City fyrir aðeins tveimur dögum og fengu því einum degi minna til að undirbúa sig. Það var frábært að sjá þá safna orku og hugrekki fyrir þennan leik í kvöld," sagði Martin O'Neill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×