Enski boltinn

Kompany: Þessi sigur var stór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vincent Kompany.
Vincent Kompany. Mynd/AFP
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ánægður eftir 3-0 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið komst þá aftur á sigurbraut eftir að hafa fengið aðeins eitt stig út úr tveimur síðustu leikjum sínum.

„Þessi sigur var stór fyrir okkur," sagði Vincent Kompany. „Við áttum ekki skilið að tapa á móti Sunderland en nýttum okkar færi vel í dag," sagði Kompany en Manchester City tapaði á móti Sunderland á nýársdag eftir að hafa fengið á sig mark í uppbótartíma.

„Það reyndi mikið á liðið að þurfa spila tvo leiki á 48 tímunum og þetta voru því þrjú frábær stig," sagði Kompany en City-liðið er þar með komið með þriggja stiga forskot á nágranna sína í Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×