Enski boltinn

QPR ætlar að áfrýja rauða spjaldi Joey Barton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joey Barton.
Joey Barton. Mynd/Nordic Photos/Getty
Queens Park Rangers hefur, samkvæmt frétt á BBC, tekið ákvörðun um að áfrýja rauða spjaldinu sem Joey Barton fékk í tapi Queens Park Rangers á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fyrirliði QPR-liðsins er annars á leiðinni í þriggja leikja bann.

Joey Barton fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir að skalla Bradley Johnson, miðjumann Norwich. Barton hafði komið QPR í 1-0 á 11. mínútu en Norwich skoraði tvö mörk manni fleiri og tryggði sér mikilvægan sigur í uppgjöri nýliðanna.

Atvikið sást ekki vel á sjónvarpsmyndum frá leiknum og Barton hélt bæði fram sakleysi sínu sem og að dómarinn og aðstoðardómarinn hafði báðir viðurkennt að hafa ekki séð það sem gerðist milli þeirra Barton og Johnson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×