Enski boltinn

Fjórði sigur Sunderland í sex leikjum undir stjórn Martin O'Neill

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Sunderland hélt áfram frábæru gengi sínu undir stjórn Martin O'Neill þegar liðið vann 4-1 útisigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sunderland er þar með búið að vinna fjóra af síðustu sex leikjum sínum og er komið upp í tíunda sætið.

Craig Gardner kom Sunderland í 1-0 á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og James McClean skoraði annað mark á 55. mínútu þegar hann fylgdi á eftir sínum eigin skalla.

Hugo Rodallega minnkaði muninn fyrir Wigan en Stéphane Sessegnon og David Vaughan skoruðu báðir á lokakafla leiksins og tryggðu frábæran sigur sem kom liðinu upp í 10. sæti deildarinnar.

Martin O'Neill tók við Sunderland-liðinu 3. desember þegar liðið var slæmum málum og með aðeins 2 sigra í fyrstu 13 leikjum sínum. Liðið vann Blackburn Rovers 11. desember og hefur síðan fylgt því eftir með sigrinum á Queens Park Rangers, Manchester City og nú Wigan.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×