Enski boltinn

Keane æfir með Tottenham

Á meðan Robbie Keane leitar sér að félagi til að spila með næstu tvo mánuði mun hann æfa með sínum gömlu félögum í Tottenham.

Keane leikur með LA Galaxy en vill halda sér í formi með því að spila á Englandi næstu tvo mánuði. Aston Villa hefur þegar sýnt áhuga á að fá Keane í sínar raðir.

Villa reyndi að fá Keane til sín þegar hann var táningur. Villa komst aftur á móti ekki að samkomulagi við Wolves, sem Keane var hjá þá, og hann endaði hjá Coventry City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×