Enski boltinn

Johnson við Barton: Þú ert andfúll

Myndin fræga af Johnson.
Myndin fræga af Johnson.
Bradley Johnson, leikmaður Norwich, stal senunni í beinni útsendingu frá HM í pílukasti í gær er hann svaraði ásökunum Joey Barton um leikaraskap.

Johnson hélt uppi skilti í útsendingunni sem á stóð: "Barton, þú ert andfúll."

Barton var rekinn af velli í leik liðanna fyrr um daginn fyrir að skalla Johnson. Sjálfur segist Barton vera saklaus og sjónvarpsmyndir sýna ekki nógu vel hvað nákvæmlega gerðist.

Þetta útspil Johnson er afar áhugavert og bíða margir spenntir eftir því hvernig enska knattspyrnusambandið mun höndla þetta mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×