Enski boltinn

Mynd af John Terry utan á sígarettupökkum í Indlandi

Það virðist enginn vita hvernig stendur á því að mynd af Terry sé utan á sígarettupökkum í Indlandi.
Það virðist enginn vita hvernig stendur á því að mynd af Terry sé utan á sígarettupökkum í Indlandi.
John Terry, fyrirliði Chelsea, er farinn í mál við indverska ríkið eftir að hann komst að því að mynd af honum er sett á sígarettupakka í landinu.

Fyrir ofan aðvörun á pökkunum um að reykingar drepi er mynd af Terry. Það er leikmaðurinn alls ekki sáttur við. Reyndar ku Terry vera brjálaður yfir þessu.

Heilbrigðiseftirlit Indlands hefur ekki getað svarað því hvernig standi á því að myndin af Terry sé á pökkunum.

Ekki fylgir fréttinni hvort sala á sígarettum hafi aukist eða minnkað með tilkomu Terry á pakkana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×