Handbolti

13 dagar til EM í Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svíar fagna Evrópumeistaratitlinum 2002.
Svíar fagna Evrópumeistaratitlinum 2002. Mynd/AFP
Svíar hafa oftast allra orðið Evrópumeistarar í handbolta karla en þeir unnu gull á fjórum af fyrstu fimm Evrópukeppnunum þar af unnu Svíar þrjár keppnir í röð frá 1998 til 2002.

Sænska landsliðið hefur hinsvegar ekki unnið verðlaun á EM frá því að þeir unnu á heimavelli sínum árið 2002.

Síðan þá hafa Svíar endað í 7. sæti (2004), 5. sæti (2008) og 15. sæti (2010) en þeir komust síðan ekki á EM í Sviss 2006.



Flestir Evrópumeistaratitlar:

4 - Svíþjóð (1994, 1998, 2000, 2002)

2 - Frakkland (2006, 2010)

1 - Rússland (1996)

1 - Þýskaland (2004)

1 - Danmörk (2008)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×