Hverjir verða skáld? Elísabet Brekkan skrifar 2. janúar 2012 20:00 Björn Thors og Hilmir Snær í hlutverkum sínum. Mynd/HAG Leikhús. Heimsljós. Þjóðleikhúsið. Höfundur: Halldór Laxness. Leikgerð og leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Björn Thors, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Stefán Hallur Stefánsson, Þorsteinn Bachmann, Arnar Jónsson, Ævar Þór Benediktsson, Úlfhildur Ragna Arnardóttir/Nína Ísafold Daðadóttir. Heimsljós eftir Halldór Laxness er sagan um Íslendinga eins og þeir margir hverjir vilja sjá sig. Skáldið stendur fyrir utan lífið, horfir á, er ekki með og tekur ekki afstöðu en getur engu að síður heillað kvenfólkið og jafnvel ráðamenn upp úr skónum þó það sé fátækt og umkomulaust í hinum veraldlega heimi. Frumsýningin í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum var leikgerð Kjartans Ragnarssonar á þessu viðamikla skáldverki. Það er þrekvirki að ráðast í leikgerð af þessu tagi. Hverju á að sleppa, hverju á að lyfta fram, hvernig á að mála aftur myndir sem til eru í hugskoti svo margra? Kjartan velur natúralistískan leik þó svo að nokkuð hafi borið á því að leikstíll persónanna var mjög ólíkur. Hann velur að láta tvo menn fara með hlutverk skáldsins, þá Björn Thors og Hilmi Snæ Guðnason. Björn í hlutverki barnsins og unga mannsins og Hilmir þá er hann varð eldri en saman töluðu þeir og komu þannig hinum frægu hugrenningum skáldsins Ólafs Kárasonar til skila. Þeir voru báðir mjög skýrir í sínum hlutverkum. Sýningin hófst á viðtali Péturs Péturssonar við Halldór Laxness í Ríkisútvarpinu fyrir margt löngu. Þar syngur Laxness með sínu nefi Maístjörnuna sem hvert mannsbarn í dag kann. Þetta upphafsstef leiddi áhorfendur inn í glaðan heim væntinga um hvað koma skyldi. Þegar tjaldið var frá dregið vorum við stödd á bernskuheimilinu Fæti þar sem Ólafur var niðursetningur og illa með hann farið en þó gaukaði Jana, sem Lára Sveinsdóttir lék, að honum kandís eða brauðmola eftir að Kamarilla (Guðrún S. Gísladóttir) var búin að húðstrýkja hann. Bræðurnir lögðu hann í einelti og börðu þannig að hann varð örkumla upp frá því. En haltur var hann aðeins af og til í gegnum sýninguna. Stúlkurnar þrjár sem allar elskuðu hann hver á sinn máta voru heldur nútímalegar miðað við aðra í sýningunni í tilsvörum. Þó svo að textinn sé úr verkinu þá er það tónninn sem er afgerandi. Svandís Dóra Einarsdóttir var sterk í hlutverki Jóu og Þórunn Arna Kristjánsdóttir eins og lítil dekurrófa úr allt öðru leikriti. Vigdís Hrefna Pálsdóttir lék Þórunni í Kömbum, þá er læknaði Ólaf og sýndi hún fantagóðan leik einkum á miðilsfundinum. Pálmi Gestsson fór með hlutverk aðalkapítalistans Péturs þríhross sem níddist á smælingjunum og var hann skemmtilegur en datt svolítið í spaugstofustílinn á köflum. Jóhannes Haukur sem Jens Færeyingur var óborganlegur. Einstakar senur eru eftirminninlegar, eins og þegar Ólafur kemur á fund prestsins og biður hann um að jarða barnið en presturinn þvaðrar um kostnaðinn við prestsverkin um leið og hann slafrar í sig rjómatertu. Þorsteinn Bachmann náði mjög góðum tökum á þessari ógeðugu persónu einkum þegar hann var drukkinn með Pétri þríhrossi. Hlutverki hinnar óhamingjusömu Jarþrúðar skilar Ólafía Hrönn Jónsdóttir með prýði. Jarþrúður fórnar sér og öllu til þess að bjarga þessum manni og eignast með honum tvö börn sem bæði deyja frá þeim. Ævar Þór Benediktsson sem Sigurður Breiðfjörð svífur inn í hvítum jakkafötum, brúnum skóm og bláum sokkum, það atriði í upphafi var svolítið fyndið, en annars var lítið um fyndni. Ólafur Egill Egilsson leikur hinn berklaveika Örn Úlfar og var það helst atriðið þegar hann féll dauður niður sem er eftirminninlegt. Magga litla var á frumsýningunni leikin af Úlfhildi Rögnu Arnardóttur og þó hlutverkið væri lítið var það stórt fyrir svo litla leikkonu. Leikmyndin var sú sama allan tímann, gráir flekar opnanlegir með ryðguðum bárujárnsrennihurðum. Það sást þó móta fyrir salthrauk í fjarska sem jafnframt átti að vera táknið um jökulinn sem fatlaða barnið gat horft á í gegnum spegilbrot. Þetta er löng og svifasein sýning. Óljóst hvort við getum tengt okkur við hana í dag. Hin pólitísku átök millum sósíalistanna og þjóðernisrembuliðsins verður svolítið eins og hressileg myndskreyting í hinni gráu umgjörð. Uppgjörið þegar Ólafur Kárason rekur Jarþrúði frá sér eftir að þau eru búin að jarða Möggu litlu, verður of kvikindislegt þegar þeir eru líkamlega tveir um að hrinda henni niður hlíðina. Hafi átt að vera samúð með honum þá hverfur hún þar, en eins og menn vita þá fékk hann ekki Jóu í Veghúsum heldur neyddist til að halda sína leið með Jarþrúði sem kom til baka. Lýsingin var ágæt og sömuleiðis tónlistin þótt hún væri of há í byrjun og kæfði nokkuð fyrstu samtölin. Niðurstaða: Á heildina litið var sýningin allt of löng en engu að síður unun að hlusta á vel með farinn góðan texta. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús. Heimsljós. Þjóðleikhúsið. Höfundur: Halldór Laxness. Leikgerð og leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Björn Thors, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Stefán Hallur Stefánsson, Þorsteinn Bachmann, Arnar Jónsson, Ævar Þór Benediktsson, Úlfhildur Ragna Arnardóttir/Nína Ísafold Daðadóttir. Heimsljós eftir Halldór Laxness er sagan um Íslendinga eins og þeir margir hverjir vilja sjá sig. Skáldið stendur fyrir utan lífið, horfir á, er ekki með og tekur ekki afstöðu en getur engu að síður heillað kvenfólkið og jafnvel ráðamenn upp úr skónum þó það sé fátækt og umkomulaust í hinum veraldlega heimi. Frumsýningin í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum var leikgerð Kjartans Ragnarssonar á þessu viðamikla skáldverki. Það er þrekvirki að ráðast í leikgerð af þessu tagi. Hverju á að sleppa, hverju á að lyfta fram, hvernig á að mála aftur myndir sem til eru í hugskoti svo margra? Kjartan velur natúralistískan leik þó svo að nokkuð hafi borið á því að leikstíll persónanna var mjög ólíkur. Hann velur að láta tvo menn fara með hlutverk skáldsins, þá Björn Thors og Hilmi Snæ Guðnason. Björn í hlutverki barnsins og unga mannsins og Hilmir þá er hann varð eldri en saman töluðu þeir og komu þannig hinum frægu hugrenningum skáldsins Ólafs Kárasonar til skila. Þeir voru báðir mjög skýrir í sínum hlutverkum. Sýningin hófst á viðtali Péturs Péturssonar við Halldór Laxness í Ríkisútvarpinu fyrir margt löngu. Þar syngur Laxness með sínu nefi Maístjörnuna sem hvert mannsbarn í dag kann. Þetta upphafsstef leiddi áhorfendur inn í glaðan heim væntinga um hvað koma skyldi. Þegar tjaldið var frá dregið vorum við stödd á bernskuheimilinu Fæti þar sem Ólafur var niðursetningur og illa með hann farið en þó gaukaði Jana, sem Lára Sveinsdóttir lék, að honum kandís eða brauðmola eftir að Kamarilla (Guðrún S. Gísladóttir) var búin að húðstrýkja hann. Bræðurnir lögðu hann í einelti og börðu þannig að hann varð örkumla upp frá því. En haltur var hann aðeins af og til í gegnum sýninguna. Stúlkurnar þrjár sem allar elskuðu hann hver á sinn máta voru heldur nútímalegar miðað við aðra í sýningunni í tilsvörum. Þó svo að textinn sé úr verkinu þá er það tónninn sem er afgerandi. Svandís Dóra Einarsdóttir var sterk í hlutverki Jóu og Þórunn Arna Kristjánsdóttir eins og lítil dekurrófa úr allt öðru leikriti. Vigdís Hrefna Pálsdóttir lék Þórunni í Kömbum, þá er læknaði Ólaf og sýndi hún fantagóðan leik einkum á miðilsfundinum. Pálmi Gestsson fór með hlutverk aðalkapítalistans Péturs þríhross sem níddist á smælingjunum og var hann skemmtilegur en datt svolítið í spaugstofustílinn á köflum. Jóhannes Haukur sem Jens Færeyingur var óborganlegur. Einstakar senur eru eftirminninlegar, eins og þegar Ólafur kemur á fund prestsins og biður hann um að jarða barnið en presturinn þvaðrar um kostnaðinn við prestsverkin um leið og hann slafrar í sig rjómatertu. Þorsteinn Bachmann náði mjög góðum tökum á þessari ógeðugu persónu einkum þegar hann var drukkinn með Pétri þríhrossi. Hlutverki hinnar óhamingjusömu Jarþrúðar skilar Ólafía Hrönn Jónsdóttir með prýði. Jarþrúður fórnar sér og öllu til þess að bjarga þessum manni og eignast með honum tvö börn sem bæði deyja frá þeim. Ævar Þór Benediktsson sem Sigurður Breiðfjörð svífur inn í hvítum jakkafötum, brúnum skóm og bláum sokkum, það atriði í upphafi var svolítið fyndið, en annars var lítið um fyndni. Ólafur Egill Egilsson leikur hinn berklaveika Örn Úlfar og var það helst atriðið þegar hann féll dauður niður sem er eftirminninlegt. Magga litla var á frumsýningunni leikin af Úlfhildi Rögnu Arnardóttur og þó hlutverkið væri lítið var það stórt fyrir svo litla leikkonu. Leikmyndin var sú sama allan tímann, gráir flekar opnanlegir með ryðguðum bárujárnsrennihurðum. Það sást þó móta fyrir salthrauk í fjarska sem jafnframt átti að vera táknið um jökulinn sem fatlaða barnið gat horft á í gegnum spegilbrot. Þetta er löng og svifasein sýning. Óljóst hvort við getum tengt okkur við hana í dag. Hin pólitísku átök millum sósíalistanna og þjóðernisrembuliðsins verður svolítið eins og hressileg myndskreyting í hinni gráu umgjörð. Uppgjörið þegar Ólafur Kárason rekur Jarþrúði frá sér eftir að þau eru búin að jarða Möggu litlu, verður of kvikindislegt þegar þeir eru líkamlega tveir um að hrinda henni niður hlíðina. Hafi átt að vera samúð með honum þá hverfur hún þar, en eins og menn vita þá fékk hann ekki Jóu í Veghúsum heldur neyddist til að halda sína leið með Jarþrúði sem kom til baka. Lýsingin var ágæt og sömuleiðis tónlistin þótt hún væri of há í byrjun og kæfði nokkuð fyrstu samtölin. Niðurstaða: Á heildina litið var sýningin allt of löng en engu að síður unun að hlusta á vel með farinn góðan texta.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira