Enski boltinn

Aston Villa vill fá Robbie Keane

Keane er hér með liðsfélaga sínum hjá Galaxy, David Beckham.
Keane er hér með liðsfélaga sínum hjá Galaxy, David Beckham.
Írinn Robbie Keane gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik. Aston Villa hefur nefnilega áhuga á því að fá leikmanninn lánaðan í tvo mánuði.

Þegar eru tveir leikmenn úr bandaríska boltanum á leið í enska boltann. Landon Donovan til Everton og Thierry Henry er á leið til Arsenal.

Keane ku einnig hafa mikinn áhuga á því að fara til Villa og halda sér í leikformi fram að næsta tímabili í MLS-deildinni en Keane varð meistari með LA Galaxy á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×