Enski boltinn

Balotelli getur ekkert í pílukasti

Bretar eru gríðarlegir áhugamenn um pílukast og er hálfgert píluæði í Bretlandi um þessar mundir þar sem HM stendur sem hæst.

Ítalinn Mario Balotelli er á meðal þeirra sem hefur ákveðið að kynna sér píluna betur og mætti á barinn The Tudors til þess að spila nokkra leiki.

Balotelli lagði 10 þúsund kall undir á hvern leik sem hann spilaði og tapaði þeim öllum. Hann lét það ekki á sig fá og bauð einnig á barinn.

Ítalinn hefur átt skrautlegt ár og verið ítrekað í fjölmiðlum vegna uppátækja utan vallar. Verður áhugavert að sjá hvað hann býður upp á þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×