Enski boltinn

Barton: Dómararnir sáu ekki einu sinni atvikið

Nordic Photos / Getty Images
Joey Barton var ekki par sáttur er hann fékk rauða spjaldið í leiknum gegn Norwich. Barton átti að hafa skallað leikmann andstæðinganna en hann neitar því staðfastlega.

Sjónvarpsupptökur af atvikinu voru ekki góðar en miðað við það sem hægt var að sjá gerðist lítið.

"Ég finn til með dómurunum. Það var svindlað á þeim. Þeir viðurkenndu fyrir mér í hálfleik að hafa ekki einu sinni séð þetta atvik," sagði Barton a´Twitter-síðu sinni rétt í þessu.

"Aðstoðardómarinn sá þetta aldrei. Hann sá aðeins Johnson bregðast við. Höfuðið á mér færist aldrei fram á við. Þetta var fáranleg ákvörðun. Ég er búinn að sjá endurtekninguna 25 sinnum.

"Ég væri fyrsti maðurinn til þess að biðjast afsökunar ef ég hefði gert eitthvað af mér. Ég get ekki beðist afsökunar því ég skallaði ekki neinn. Þessi ákvörðun er vonbrigði fyrir alla."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×