Enski boltinn

Gary Ablett er látinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Stockport
Gary Ablett, fyrrum leikmaður Liverpool og Everton, lést í gær aðeins 46 ára gamall eftir baráttu við krabbamein.

Ablett var síðast knattspyrnustjóri Stockport en lét af því starfi árið 2010. Hann réði sig svo til Ipswich en veiktist stuttu eftir að hann hóf störf þar.

Hann hafði áður starfað sem þjálfari varaliðs Liverpool og einnig þjálfari unglingaliða hjá Everton.

Ablett varð enskur meistari með Liverpool árið 1988 og 1990. Hann varð bikarmeistari með félaginu árið 1989 og svo aftur með Everton árið 1995. Hann lék einnig með Birmingham og Blackpool í Englandi, auk annarra félaga.

Hann er eini leikmaðurinn sem hefur orðið enskur bikarmeistari með bæði Liverpool og Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×