Enski boltinn

O'Neill: Ótrúleg byrjun á árinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin O'Neill, stjóri Sunderland.
Martin O'Neill, stjóri Sunderland. Nordic Photos / Getty Images
Martin O'Neill var í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna í Sunderland á Manchester City í dag. Sigurmark Sunderland kom úr skyndisókn á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins.

„Þetta er ótrúleg byrjuna á árinu og frábær frammistaða liðsins. Við lentum í miklum vandræðum í aðdraganda leiksins [vegna meiðsla leikmanna] en líka í miklu basli með lið City í leiknum."

„En liðsandinn er frábær og vilji leikmanna mikill. Það sýndi sig einna best á því að Seb Larsson var veikur í gær og komst varla á fætur. En hann var harðákveðinn í að spila og kláraði leikinn."

Markvörðurinn Simon Mignolet átti stórleik í marki Sunderland en þetta var hans fyrsti leikur síðan hann nef- og kinnbeinsbrotnaði í lok október.

„Hann var búinn að æfa í 4-5 daga fyrir leikinn og fékk grímuna fyrir nokkrum dögum síðan. Hann spilaði vegna þess að Kieran Westwood var veikur og frammistaðan hans var frábær."

„Fyrirliðinn Lee Cattermole var svo frábær í dag en frammistaða liðsins í heild sinni var stórbrotin. Ég er í skýjunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×