Enski boltinn

Redknapp ætlar ekki að kaupa í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segist ekki hafa þörf fyrir að kaupa leikmenn nú í janúar. Leikmannahópurinn sé fullskipaður.

Tottenham gerði í gær 1-1 jafntefli við Swansea en engu að síður er félagið í þriðja sæti deildarinnar og getur vel blandað sér í titilbaráttuna í vor ef liðið heldur áfram að safna stigum.

„Ég á nú ekki von á því að við munum kaupa í janúar," sagði Redknapp en opnað var fyrir félagaskipti nú um áramótin. „Það myndi koma mér á óvart enda erfitt að finna leikmenn þá. Það er enginn sérstakur sem ég er með í huga eins og er."

Michael Dawson og Jermain Defoe eru báðir á góðum batavegi eins og meiðsli og hið sama má segja um Tom Huddlestone.

Redknapp segir að það sé til dæmis ekki þörf á því að kaupa nýjan varnarmann. „Dawson er á leiðinni til baka og þá erum við líka með Ledley King. Kyle Walker hefur staðið sig vel í stöðu hægri bakvarðar og þá er ég með Benoit Assou-Ekotto sem er frábær vinstri bakvörður. Danny Rose getur líka spilað í þeirri stöðu."

„Ég tel því að það þurfi ekki að styrkja liðið með fleiri leikmönnum eins og er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×