Enski boltinn

Moyes: Anichebe fékk ekki einu sinni leik með varaliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes.
David Moyes. Nordic Photos / Getty Images
David Moyes, stjóri Everton, lofaði Victor Anichebe fyrir frammistöðu hans í leik liðsins gegn West Brom í dag. Anichebe tryggði Everton 1-0 sigur með marki undir lok leiksins.

Leikurinn var þess fyrir utan mjög bragðdaufur en Anichebe kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan í ágúst.

„Það var lítið um færi í leiknum en við ákváðum að vera hugrakkir og setja tvo framherja inn á. Það borgaði sig en þetta var fyrsti leikur Victor Anichebe í langan tíma - hann var ekki einu sinni búinn að fá leik með varaliðinu."

„Það sýnir bara hversu mikilvægur leikmaður hann er og hvað hann getur gert fyrir okkar lið," bætti hann við.

Roy Hodgson, stjóri West Brom, sagði að sínir menn hefðu ekki spilað vel í leiknum. „0-0 hefði verið ásættanleg úrslit vegna þess að Everton þurfti lítið að hafa fyrir því að halda marki sínu hreinu."

„En mér líður eins og að við hefðum engu að síður verið rændir, sérstaklega þar sem að það er alfarið okkur að kenna að þeir náðu að skora þetta mark."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×