Enski boltinn

Dalglish sagður hafa augastað á Bent

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bent fagnar ásamt Stephen Ireland í gær.
Bent fagnar ásamt Stephen Ireland í gær. Nordic Photos / Getty Images
Enska dagblaðið Sunday Mirror staðhæfir í dag að Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hafi áhuga á að fá sóknarmanninn Darren Bent til félagsins nú í janúar.

Bent var keyptur til Aston Villa frá Sunderland fyrir ári síðan en Liverpool er nú sagt ætla leggja fram 24 milljóna punda tilboð í kappann. Bent skoraði þriðja mark Aston Villa í 3-1 sigri liðsins á Chelsea í gær eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 78. mínútu.

Samkvæmt fréttinni mun Alex McLeish, stjóri Aston Villa, ekki fá neina peninga til leikmannakaupa nema það sem félagið aflar sér með sölu leikmanna. Hann gæti því freistast til að selja Bent til Liverpool ef myndarlegt tilboð berst.

„Það væri mjög erfitt að finna leikmann til að koma í staðinn fyrir Bent. Mörkin sem hann skoraði á síðasta tímabili áttu stóran þátt í því að liðið hélt sæti sínu í deildinni," sagði McLeish við enska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×