Lífið

Hannar fyrir H&M

Gígja mun starfa í höfuðstöðvum H&M. Hún segir tækifærið frábært og hlakkar til að hefjast handa.
Gígja mun starfa í höfuðstöðvum H&M. Hún segir tækifærið frábært og hlakkar til að hefjast handa. Mynd/Valgarður
Fatahönnuðurinn Gígja Ísis Guðjónsdóttir vakti athygli fyrir lokaverkefni sitt frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið vor en þar sýndi hún framúrstefnulega undirfatalínu.

Hún sýndi hluta af línunni á Copenhagen Nest í Kaupmannahöfn í byrjun hausts í fyrra og í framhaldi hafði tískurisinn H&M samband og bauð henni starf í undirfata- og sundfatadeild sinni. Gígja er því á leið til Stokkhólms og hefur störf í höfuðstöðvum H&M 2. febrúar.

„Þetta leggst afar vel í mig og það er frábært að fá tækifæri til að starfa fyrir svona virt fyrirtæki. Það mun án efa auka hæfni mína og ég mun vafalaust læra margt nýtt," segir Gígja. Hún var að vonum hissa þegar hún var kvödd í viðtal en segir Copenhagen Nest, sem er hluti af tískuvikunni í Kaupmannahöfn, stökkpall fyrir unga fatahönnuði.

Útskriftarlína Gígju frá LHÍ vakti víða athygli.
„Umsóknarferlið var nokkuð langt og strangt. Fyrst var um að ræða símaviðtal en í framhaldi var ég tvisvar sinnum boðuð í fjölþætt starfsviðtöl til Stokkhólms. Þetta fór hins vegar allt saman vel og ég býst við því að fá mikla útrás fyrir sköpunargleðina á næstunni."

vera@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×