Innlent

Gæsluvarðhald yfir Einari Boom staðfest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Ingi Marteinsson situr í gæsluvarðhaldi.
Einar Ingi Marteinsson situr í gæsluvarðhaldi.
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Einari „Boom“ Marteinssyni, leiðtoga Vítisengla á Íslandi, en hann var síðastliðinn föstudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. janúar. Einar Ingi er grunaður um aðild að alvarlegri líkamsrárás á konu þann 22. desember síðastliðinn og aðra líkamsárás sem gerð var stuttu seinna. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×