Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2012 12:40 Samantha Stosur var svekkt eftir tapið í morgun. Nordic Photos / Getty Images Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. Í karlaflokki kom fátt á óvart, nema þá helst að Spánverjinn Fernando Verdasco féll úr leik eftir tap fyrir heimamanninum Bernand Tomic. Þeir 32 sterkustu keppendum heimsins sem taka þátt í mótinu er raðað eftir styrkleikaröð og mæta því veikari andstæðingum í fyrstu umferðunum. Það kom því mjög á óvart að Ástralinn Samantha Stosur, sigurvegari opna bandaríska meistaramótsins í haust, féll úr leik strax í fyrstu umferð er hún varð að játa sig sigraða fyrir Sorana Cirstea frá Rúmeníu. Cirstea er í 59. sæti heimslistans en Stosur er sjötti sterkasti keppandi mótsins. Miklar væntingar voru gerðar til Stosur þrátt fyrir slæmt gengi í smærri keppnum í aðdraganda mótsins. Vonbrigði hennar voru mikil. „Þetta var ekki það sem ég vildi. Ekki bara þetta mót heldur allt sumarið," sagði Stosur en hásumar er nú í Ástralíu. Nánast allt besta tennisfólk heims er meðal keppenda í Ástralíu og komust þau langflest auðveldlega áfram í aðra umferð. Þess má þó geta að Robin Söderling, Svíinn sterki, er ekki meðal þátttakanda en hann hefur verið frá keppni síðan í júlí eftir að hann greindist með einkirningasótt. Aðeins einni viðureign er ólokið í fyrstu umferðinni en í henni mætast Serena Williams frá Bandaríkjunum og Tamira Paszek frá Austurríki. Er það síðasta viðureignin á öðrum keppnisdegi mótsins.Uppfært 13.53: Williams átti ekki í teljandi vandræðum með Paszek og vann, 6-3 og 6-2. Tennis Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. Í karlaflokki kom fátt á óvart, nema þá helst að Spánverjinn Fernando Verdasco féll úr leik eftir tap fyrir heimamanninum Bernand Tomic. Þeir 32 sterkustu keppendum heimsins sem taka þátt í mótinu er raðað eftir styrkleikaröð og mæta því veikari andstæðingum í fyrstu umferðunum. Það kom því mjög á óvart að Ástralinn Samantha Stosur, sigurvegari opna bandaríska meistaramótsins í haust, féll úr leik strax í fyrstu umferð er hún varð að játa sig sigraða fyrir Sorana Cirstea frá Rúmeníu. Cirstea er í 59. sæti heimslistans en Stosur er sjötti sterkasti keppandi mótsins. Miklar væntingar voru gerðar til Stosur þrátt fyrir slæmt gengi í smærri keppnum í aðdraganda mótsins. Vonbrigði hennar voru mikil. „Þetta var ekki það sem ég vildi. Ekki bara þetta mót heldur allt sumarið," sagði Stosur en hásumar er nú í Ástralíu. Nánast allt besta tennisfólk heims er meðal keppenda í Ástralíu og komust þau langflest auðveldlega áfram í aðra umferð. Þess má þó geta að Robin Söderling, Svíinn sterki, er ekki meðal þátttakanda en hann hefur verið frá keppni síðan í júlí eftir að hann greindist með einkirningasótt. Aðeins einni viðureign er ólokið í fyrstu umferðinni en í henni mætast Serena Williams frá Bandaríkjunum og Tamira Paszek frá Austurríki. Er það síðasta viðureignin á öðrum keppnisdegi mótsins.Uppfært 13.53: Williams átti ekki í teljandi vandræðum með Paszek og vann, 6-3 og 6-2.
Tennis Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira