Eli Manning og félagar grýttu meisturunum úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2012 08:59 Eli Manning fagnar í gær. Mynd/AP Leikstjórnandinn Eli Manning sendi skýr skilaboð í gær þegar hann leiddi lið sitt, New York Giants, til sigurs gegn NFL-meisturunum í Green Bay Packers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar í gærkvöldi. Leikar fóru 37-20 fyrir Giants en flestir reiknuðu með því að Packers, sem unnu fimmtán af sextán leikjum sínum í deildakeppninni, myndu hafa betur með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fyrirrúmi. En Rodgers átti ekki góðan dag frekar en aðrir í liði Green Bay. Galopnar sendingar mistókust og liðið tapaði óvenjulega mörgum boltum. Manning og Giants-liðið gengu á lagið og spiluðu gríðarlega vel í kuldanum á hinum sögufræga Lambeau-velli í Wisconsin-fylki. Eli Manning líður greinilega vel gegn Packers því fyrir fjórum árum síðan fór hann fyrir sínum mönnum þegar þeir sigruðu Green Bay í úrslitum Þjóðardeildarinnar . Það átti eftir að reynast lokaleikur Brett Favre í búningi Green Bay eftir fimmtán ára feril hjá félaginu. Manning hefur áður sannað sig sem leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki og sýndi enn og aftur í gær að hann getur leitt sitt lið til sigurs í hvaða aðstæðum sem er. Manning átti tvær glæsilegar snertimarkssendingar á Hakeem Nicks strax í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Nicks 66 jarda snertimark og svo greip hann boltann í endasvæðinu eftir 37 jarda háloftasendingu Manning - svokölluð Hail Mary-sending - á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Hann greip sendinguna ótrúlega vel," sagði Manning eftir leikinn. „Þetta var ein af fáum Hail Mary-sendingum sem ég hef kastað frá mér og sú fyrsta sem hefur verið gripin." Staðan í hálfleik var 20-10 og náði Green Bay að minnka muninn í 20-13 með vallarmarki í þriðja leikhluta. En vallarmark Lawrence Tynes og snertimark Mario Manningham í upphafi fjórða leikhluta sáu til þess að lokamínútur leiksins urðu aldrei spennandi. Manning var maður leiksins. 21 af 33 sendingum hans í leiknum skiluðu sér til samherja og samtals gáfu þær 330 jarda og þrjú snertimörk af sér. Aðeins einu sinni var sending hans gripin af andstæðingi. Lið Green Bay hefur verið eins og vel smurð vél og því var óvenjulegt að sjá til liðsins í nótt. „Það er algerlega augljóst að við spiluðum ekki vel í leiknum, sagði þjálfarinn Mike McCarthy." „Okkur gekk illa að halda boltanum og er það ólíkt okkur." „Við spilum til þessa að vinna titla. Þegar maður stendur á hátindi fjallsins gleymir maður því hversu sárt það er að tapa. Við spiluðum eins og meistarar allt tímabilið en spiluðum ekki vel í kvöld," sagði Rodgers. Í fyrri leik gærdagsins hafði Baltimore Ravens betur gegn Houston Texans, 20-13. Giants mætir San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar á sunnudaginn kemur. Sama dag eigast við Baltimore og New England Patriots í úrslitum Ameríkudeildarinnar. NFL Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Leikstjórnandinn Eli Manning sendi skýr skilaboð í gær þegar hann leiddi lið sitt, New York Giants, til sigurs gegn NFL-meisturunum í Green Bay Packers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar í gærkvöldi. Leikar fóru 37-20 fyrir Giants en flestir reiknuðu með því að Packers, sem unnu fimmtán af sextán leikjum sínum í deildakeppninni, myndu hafa betur með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fyrirrúmi. En Rodgers átti ekki góðan dag frekar en aðrir í liði Green Bay. Galopnar sendingar mistókust og liðið tapaði óvenjulega mörgum boltum. Manning og Giants-liðið gengu á lagið og spiluðu gríðarlega vel í kuldanum á hinum sögufræga Lambeau-velli í Wisconsin-fylki. Eli Manning líður greinilega vel gegn Packers því fyrir fjórum árum síðan fór hann fyrir sínum mönnum þegar þeir sigruðu Green Bay í úrslitum Þjóðardeildarinnar . Það átti eftir að reynast lokaleikur Brett Favre í búningi Green Bay eftir fimmtán ára feril hjá félaginu. Manning hefur áður sannað sig sem leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki og sýndi enn og aftur í gær að hann getur leitt sitt lið til sigurs í hvaða aðstæðum sem er. Manning átti tvær glæsilegar snertimarkssendingar á Hakeem Nicks strax í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Nicks 66 jarda snertimark og svo greip hann boltann í endasvæðinu eftir 37 jarda háloftasendingu Manning - svokölluð Hail Mary-sending - á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Hann greip sendinguna ótrúlega vel," sagði Manning eftir leikinn. „Þetta var ein af fáum Hail Mary-sendingum sem ég hef kastað frá mér og sú fyrsta sem hefur verið gripin." Staðan í hálfleik var 20-10 og náði Green Bay að minnka muninn í 20-13 með vallarmarki í þriðja leikhluta. En vallarmark Lawrence Tynes og snertimark Mario Manningham í upphafi fjórða leikhluta sáu til þess að lokamínútur leiksins urðu aldrei spennandi. Manning var maður leiksins. 21 af 33 sendingum hans í leiknum skiluðu sér til samherja og samtals gáfu þær 330 jarda og þrjú snertimörk af sér. Aðeins einu sinni var sending hans gripin af andstæðingi. Lið Green Bay hefur verið eins og vel smurð vél og því var óvenjulegt að sjá til liðsins í nótt. „Það er algerlega augljóst að við spiluðum ekki vel í leiknum, sagði þjálfarinn Mike McCarthy." „Okkur gekk illa að halda boltanum og er það ólíkt okkur." „Við spilum til þessa að vinna titla. Þegar maður stendur á hátindi fjallsins gleymir maður því hversu sárt það er að tapa. Við spiluðum eins og meistarar allt tímabilið en spiluðum ekki vel í kvöld," sagði Rodgers. Í fyrri leik gærdagsins hafði Baltimore Ravens betur gegn Houston Texans, 20-13. Giants mætir San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar á sunnudaginn kemur. Sama dag eigast við Baltimore og New England Patriots í úrslitum Ameríkudeildarinnar.
NFL Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti