Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-21 | Framkonur á toppinn Kristinn Páll Teitsson í Framhúsinu skrifar 14. janúar 2012 00:01 Mynd/Daníel Góður varnarleikur Fram skapaði 5 marka sigur þeirra á Val í Safamýrinni í dag en með þessum sigri tylla þær sér á topp N1-deildar kvenna. Þær höfðu undirtökin nánast allann leikinn og náðu Valsstúlkur aðeins einu sinni forystunni í leiknum. Þessi lið sátu í 1. og 2. sæti N1-deildar kvenna fyrir leikinn í dag en bæði lið höfðu unnið síðustu 6 leiki. Valur voru ósigraðar en Fram höfðu ekki tapað frá fyrstu umferð þegar þær töpuðu óvænt fyrir HK. Þessi lið mættust fyrir stuttu í úrslitum deildarbikarsins og unnu þá Valskonur 5 marka sigur. Fram komu mjög grimmar inn í leikinn og vörðust vel og náðu út frá því mörgum hraðaupphlaupum. Valskonur voru að gera marga feila í sókninni og náðu Frammarar 4 hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleik. Jafnræði var með liðunum fyrri hluta hálfleiksins en þegar fór að líða á hálfleikinn þá náðu Fram að síga fram úr og tóku 4 marka forystu inn í hálfleik, 14-10. Valsstúlkur virtust vakna við það og fóru smátt og smátt að saxa á muninn í upphafi seinni hálfleiks og náðu að jafna í stöðunni 16-16. Þá settu Fram aftur í gír og sigldu aftur fram úr Valsstúlkum og unnu að lokum öruggan 5 marka sigur, 26-21. Þrátt fyrir að hafa lent í áfalli um miðjan seinni hálfleik þegar Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður Fram meiddist illa á hnéi og var borin út af en við það tvíefldust Framstúlkur. Elísabet Gunnarsdóttir var atkvæðamest í liði Fram með 9 mörk úr aðeins 9 skotum en í liði Vals var Kristín Guðmundsdóttir atkvæðamest með 6 mörk. Stella: Brosi eftir svona leiki„Maður brosir eftir svona leiki, þetta var frábær sigur. Markvarslan og varnarleikurinn var frábær í leiknum og við vorum að fá færi í hverri einustu sókn fannst mér," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Þessi sigur gerir rosalega mikið fyrir sjálfstraustið okkar, núna vitum við að við getum unnið þær. Það vantaði svolítið trúnna í deildarbikarnum þegar við komumst yfir og þegar þær jöfnuðu duttum við niður og höfðum ekki trú að við gætum unnið það. Núna höfðum við forystuna allan tímann og trúðum á okkur sjálfar, það skilaði sigrinum." Framstúlkur urðu fyrir áfalli þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður þegar Birna Berg Haraldsdóttir þurfti að fara út af meidd. „Það er oft þannig, ef maður missir leikmann útaf vegna meiðsla eða rauðs spjalds þá þjappast hópurinn mjög mikið saman. Birna er náttúrulega gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og aðrar stelpur þurftu að stíga upp og þær gerðu það." „Að þurfa ekki að vera elta allann leikinn hjálpaði rosalega mikið, það tekur rosalega á. Í undanförnum leikjum hefur Dagný verið að skora 8 mörk úr hraðaupphlaupum en við náðum að stöðva það hér í dag, þetta var það sem við ætluðum að stoppa og við gerðum það," sagði Stella. Hrafnhildur: Þær voru grimmari„Mér finnst alltaf jafn leiðinlegt að tapa, sama gegn hverjum það er. Það eru ellefu mánuðir síðan við töpuðum síðast og ég vona að það sé jafn langt í næsta tapleik," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Við stefnum alltaf á að vinna alla leiki og það eru tvær vikur í að við getum hefnt fyrir þetta tap í bikarleiknum. Við ætlum okkur að leiðrétta þetta tap þar." „Við fórum eiginlega aldrei í gang hérna í dag, við vorum ekki að spila eins góða vörn og vanalega og það skilaði ekki þessum auðveldu mörkum sem við höfum verið að skora mikið af. Það er yfirleitt það sem skilur þessi lið að, í dag náði Fram að fá auðveldu hraðaupphlaupsmörkin sín en ekki við." „Þær voru betri en við hér í dag, grimmari og vildu þetta meira. Í öllum viðureignum þessara liða er það liðið sem fær auðveldari mörkin sem vinnur og oftast hingað til hefur það verið við en það gekk ekki í dag," sagði Hrafnhildur. Ásta: Alltaf sætt að vinna Val„Við erum ótrúlega ánægðar með þennan sigur, við vorum einbeittar og spiluðum hörku vörn hérna í dag," sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það var kominn tími á sigur gegn Val, við vorum greinilega mjög ákveðnar að ná því hér í dag. Markaskorunin dreifðist mjög vel yfir liðið og við tókum allar þátt í sóknarleiknum." „Við náðum að halda haus allan tímann, við náðum forskotinu snemma og við slepptum því aldrei. Við lögðum sérstaklega áherslu fyrir þennan leik að stöðva hraðaupphlaupin hjá Val og Hekla hljóp endalaust til baka að stöðva þau og við vorum oft mættar fjórar til baka til að verjast hraðaupphlaupunum." „Maður fer í alla leiki til að vinna en það er alltaf sérstaklega sætt að vinna Val," sagði Ásta. Olís-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Góður varnarleikur Fram skapaði 5 marka sigur þeirra á Val í Safamýrinni í dag en með þessum sigri tylla þær sér á topp N1-deildar kvenna. Þær höfðu undirtökin nánast allann leikinn og náðu Valsstúlkur aðeins einu sinni forystunni í leiknum. Þessi lið sátu í 1. og 2. sæti N1-deildar kvenna fyrir leikinn í dag en bæði lið höfðu unnið síðustu 6 leiki. Valur voru ósigraðar en Fram höfðu ekki tapað frá fyrstu umferð þegar þær töpuðu óvænt fyrir HK. Þessi lið mættust fyrir stuttu í úrslitum deildarbikarsins og unnu þá Valskonur 5 marka sigur. Fram komu mjög grimmar inn í leikinn og vörðust vel og náðu út frá því mörgum hraðaupphlaupum. Valskonur voru að gera marga feila í sókninni og náðu Frammarar 4 hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleik. Jafnræði var með liðunum fyrri hluta hálfleiksins en þegar fór að líða á hálfleikinn þá náðu Fram að síga fram úr og tóku 4 marka forystu inn í hálfleik, 14-10. Valsstúlkur virtust vakna við það og fóru smátt og smátt að saxa á muninn í upphafi seinni hálfleiks og náðu að jafna í stöðunni 16-16. Þá settu Fram aftur í gír og sigldu aftur fram úr Valsstúlkum og unnu að lokum öruggan 5 marka sigur, 26-21. Þrátt fyrir að hafa lent í áfalli um miðjan seinni hálfleik þegar Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður Fram meiddist illa á hnéi og var borin út af en við það tvíefldust Framstúlkur. Elísabet Gunnarsdóttir var atkvæðamest í liði Fram með 9 mörk úr aðeins 9 skotum en í liði Vals var Kristín Guðmundsdóttir atkvæðamest með 6 mörk. Stella: Brosi eftir svona leiki„Maður brosir eftir svona leiki, þetta var frábær sigur. Markvarslan og varnarleikurinn var frábær í leiknum og við vorum að fá færi í hverri einustu sókn fannst mér," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Þessi sigur gerir rosalega mikið fyrir sjálfstraustið okkar, núna vitum við að við getum unnið þær. Það vantaði svolítið trúnna í deildarbikarnum þegar við komumst yfir og þegar þær jöfnuðu duttum við niður og höfðum ekki trú að við gætum unnið það. Núna höfðum við forystuna allan tímann og trúðum á okkur sjálfar, það skilaði sigrinum." Framstúlkur urðu fyrir áfalli þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður þegar Birna Berg Haraldsdóttir þurfti að fara út af meidd. „Það er oft þannig, ef maður missir leikmann útaf vegna meiðsla eða rauðs spjalds þá þjappast hópurinn mjög mikið saman. Birna er náttúrulega gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og aðrar stelpur þurftu að stíga upp og þær gerðu það." „Að þurfa ekki að vera elta allann leikinn hjálpaði rosalega mikið, það tekur rosalega á. Í undanförnum leikjum hefur Dagný verið að skora 8 mörk úr hraðaupphlaupum en við náðum að stöðva það hér í dag, þetta var það sem við ætluðum að stoppa og við gerðum það," sagði Stella. Hrafnhildur: Þær voru grimmari„Mér finnst alltaf jafn leiðinlegt að tapa, sama gegn hverjum það er. Það eru ellefu mánuðir síðan við töpuðum síðast og ég vona að það sé jafn langt í næsta tapleik," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Við stefnum alltaf á að vinna alla leiki og það eru tvær vikur í að við getum hefnt fyrir þetta tap í bikarleiknum. Við ætlum okkur að leiðrétta þetta tap þar." „Við fórum eiginlega aldrei í gang hérna í dag, við vorum ekki að spila eins góða vörn og vanalega og það skilaði ekki þessum auðveldu mörkum sem við höfum verið að skora mikið af. Það er yfirleitt það sem skilur þessi lið að, í dag náði Fram að fá auðveldu hraðaupphlaupsmörkin sín en ekki við." „Þær voru betri en við hér í dag, grimmari og vildu þetta meira. Í öllum viðureignum þessara liða er það liðið sem fær auðveldari mörkin sem vinnur og oftast hingað til hefur það verið við en það gekk ekki í dag," sagði Hrafnhildur. Ásta: Alltaf sætt að vinna Val„Við erum ótrúlega ánægðar með þennan sigur, við vorum einbeittar og spiluðum hörku vörn hérna í dag," sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það var kominn tími á sigur gegn Val, við vorum greinilega mjög ákveðnar að ná því hér í dag. Markaskorunin dreifðist mjög vel yfir liðið og við tókum allar þátt í sóknarleiknum." „Við náðum að halda haus allan tímann, við náðum forskotinu snemma og við slepptum því aldrei. Við lögðum sérstaklega áherslu fyrir þennan leik að stöðva hraðaupphlaupin hjá Val og Hekla hljóp endalaust til baka að stöðva þau og við vorum oft mættar fjórar til baka til að verjast hraðaupphlaupunum." „Maður fer í alla leiki til að vinna en það er alltaf sérstaklega sætt að vinna Val," sagði Ásta.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira