Sport

Pacquiao tekur áskorun Mayweather

Manny Pacquiao.
Manny Pacquiao.
Boxarinn Manny Pacquiao hefur ákveðið að taka áskorun Floyd Mayweather Jr. um að berjast þann 5. maí næstkomandi. Engu að síður er nokkuð í land að bardagi þeirra verði staðfestur.

Heimurinn hefur beðið undanfarin ár eftir því að sjá þessa kappan koma saman í hringinn en aldrei hefur náðst samkomulag á milli þeirra.

"Þetta er bardaginn sem heimurinn vill. Mayweather vill samt fá ákveðinn pening fyrir bardagann og hann verður að fá sér umboðsmann sem getur reddað honum þeim pening," sagði Pacquiao.

"Ég er ekki í slíkum vandræðum enda með umboðsmann sem skilar mér þeim peningum sem ég þarf að fá. Ég vil að við skilum hagnaði bardagans jafnt."

Ef af þessum bardaga verður mun hann klárlega skila stjarnfræðilegum hagnaði fyrir alla þá sem standa að bardaganum.

"Það er ekkert vandamál hjá okkur. Við erum klárir. Vandamálið er í herbúðum Mayweather," sagði Bob Arum, umboðsmaður Pacquiao.

Kapparnir eru þrátt fyrir allt að færast nær hvor öðrum og aldrei að vita nema af þessum risabardaga verði síðar á árinu.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×