Enski boltinn

Aron Einar í byrjunarliði Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson er á sínum stað í byrjunarliði Cardiff sem mætir Crystal Palace á útivelli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum.

Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Aron Einar var eins og margir aðrir leikmenn Cardiff hvíldur um helgina þegar að liðið tapaði fyrir West Brom í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Alls gerir Malky Mackay, stjóri liðsins, tíu breytingar á byrjunarliði sínu frá þeim leik.

Það eru einnig margar breytingar á liði Crystal Palace enda fjölmargir leikmenn frá vegna veikinda sem herja á leikmannahóp liðsins. Voru tíu breytingar einnig gerðar á byrjunarliðinu frá síðasta leik en þá tapaði liðið fyrir Derby í enska bikarnum.

Bæði lið leika í ensku B-deildinni og sigurvegari rimmunnar mætir annað hvort Liverpool eða Manchester City í úrslitaleik keppninnar. Cardiff er í þriðja sæti ensku B-deildarinnar en Crystal Palace því ellefta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×