Handbolti

Serbneskur markvörður segir að Ísland hafi reynt að kaupa sig

Sijan í leik með Flensburg.
Sijan í leik með Flensburg.
Það hefur vakið athygli að Katar er að safna í handboltalið og er til í að greiða mönnum háar fjárhæðir ef þeir skipta um ríkisfang. Serbneski markvörðurinn Dane Sijan er á meðal þeirra sem Katar hefur reynt við og hann upplýsir að Ísland hafi einnig reynt að fá hann til liðs við sig fyrir nokkru síðan.

"Þeir buðu mér að koma til sín fyrir 2-3 árum síðan en þá var ég að spila með serbneska landsliðinu og hafði ekki áhuga," sagði Sijan við TV2 í Danmörku og bætir við að hann hafi fengið fjárhagslega freistandi tilboð frá Íslandi.

"Það var vel ásættanleg fjárhæð sem þeir buðu mér. Ég var samt ekki til í að bíða í þrjú ár eftir því að geta spilað aftur landsleik."

Sijan segir að þriðja landið hafi einnig reynt að fá sig en hann vildi ekki nefna það.

Markvörðurinn spilar með Viborg í Danmörku en lék þar áður með Flensburg í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×