Lekir PIP púðar fjarlægðir - ríkið borgar Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2012 13:07 Konur sem fengu ígrædda PIP-brjóstapúða á árunum 2000 - 2010 og eru sjúkratryggðar hér á landi munu fá bréf á næstu dögum þar sem þeim verður boðið að koma sér að kostnaðarlausu í ómskoðun á brjóstum til að kanna ástand púðanna. Reynist púðar lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá samkvæmt almennum reglum um greiðsluþátttöku hins opinbera vegna aðgerða. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti aðgerðaáætlun heilbrigðisyfirvalda vegna þessa máls á fundi ríkisstjórnar í dag. Samkvæmt minnisblaði frá velferðarráðuneytinu er áætlaður heildarkostnaður við hverja aðgerð um 200 þúsund krónur og mun ríkið standa straum af kostnaðinum að undanskildu komu- skoðunar- og aðgerðargjaldi samkvæmt gjaldskrá sjúkratrygginga. Það gjald nemur 29.500 krónum og greiða konurnar það sjálfar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er það fyrst og fremst einn lýtalæknir hér á landi, sem jafnframt er innflytjandi PIP-brjóstapúðanna, sem hefur notað þá í aðgerðum við brjóstastækkanir á læknastofu sinni. Þeir hafa hins vegar ekki verið notaðir í aðgerðum sem framkvæmdar eru á sjúkrahúsum, til dæmis vegna uppbyggingar brjósta í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að afla lögfræðiálits meðal annars varðandi ábyrgð vegna innflutnings og dreifingar PIP-brjóstapúðanna og réttarstöðu hlutaðeigandi kvenna. Ráðuneytið hefur leitað til ríkislögmanns við undirbúning málsins. Þegar lögfræðiálit liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvort ríkið geri kröfu um endurgreiðslu kostnaðar sem ríkið tekst á hendur vegna þessa máls. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Konur sem fengu ígrædda PIP-brjóstapúða á árunum 2000 - 2010 og eru sjúkratryggðar hér á landi munu fá bréf á næstu dögum þar sem þeim verður boðið að koma sér að kostnaðarlausu í ómskoðun á brjóstum til að kanna ástand púðanna. Reynist púðar lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá samkvæmt almennum reglum um greiðsluþátttöku hins opinbera vegna aðgerða. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti aðgerðaáætlun heilbrigðisyfirvalda vegna þessa máls á fundi ríkisstjórnar í dag. Samkvæmt minnisblaði frá velferðarráðuneytinu er áætlaður heildarkostnaður við hverja aðgerð um 200 þúsund krónur og mun ríkið standa straum af kostnaðinum að undanskildu komu- skoðunar- og aðgerðargjaldi samkvæmt gjaldskrá sjúkratrygginga. Það gjald nemur 29.500 krónum og greiða konurnar það sjálfar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er það fyrst og fremst einn lýtalæknir hér á landi, sem jafnframt er innflytjandi PIP-brjóstapúðanna, sem hefur notað þá í aðgerðum við brjóstastækkanir á læknastofu sinni. Þeir hafa hins vegar ekki verið notaðir í aðgerðum sem framkvæmdar eru á sjúkrahúsum, til dæmis vegna uppbyggingar brjósta í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að afla lögfræðiálits meðal annars varðandi ábyrgð vegna innflutnings og dreifingar PIP-brjóstapúðanna og réttarstöðu hlutaðeigandi kvenna. Ráðuneytið hefur leitað til ríkislögmanns við undirbúning málsins. Þegar lögfræðiálit liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvort ríkið geri kröfu um endurgreiðslu kostnaðar sem ríkið tekst á hendur vegna þessa máls.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira