Handbolti

Ókeypis miðar í boði á landsleik Íslands og Finnlands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir burstuðu Austurríki í síðsta leik sínum í Laugardalshöllinni.
Strákarnir burstuðu Austurríki í síðsta leik sínum í Laugardalshöllinni. Mynd/Pjetur
Íslenska handboltalandsliðið mun spila sinn síðasta æfingaleik fyrir EM í Serbíu á föstudagskvöldið þegar liðið tekur á móti Finnum í Laugardalshöllinni. Arion banki ætlar að bjóða landsmönnum á leikinn og verður miðum dreift í öllum útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli kl. 15 og 16.

Það er vanalega mikil stemmning í Höllinni og ekki síst þegar landsliðið spilar sinn síðasta leik fyrir stórmót. Strákarnir okkar nærast á stuðningi þjóðarinnar og handboltaáhugamenn fá frábært tækifæri til að hvetja landsliðið til dáða á föstudagskvöldið.

Í boði eru tveir miðar á mann á meðan birgðir endast og í eftirfarandi útibúum Arion banka verða nokkrir af leikmönnum landsliðsins að afhenda miða:

Höfða, Bíldshöfða 20

Kringlan, Kringlunni 8-12

Aðalútibú, Laugavegi 120

Vesturbæjarútibú, v/Hagatorg

Garðabær, Garðatorgi

Hafnarfjörður, Firði

Smáraútibú, Smáratorgi

Mosfellsbær, Þverholti 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×