Enski boltinn

Gylfi ekki eini miðjumaðurinn á leið til Swansea á láni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josh McEachran.
Josh McEachran. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson verður væntanlega ekki eini miðjumaðurinn sem kemur á láni til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea í janúarglugganum. Brendan Rodgers, stjóri Swansea, vonast eftir því að ganga frá samningi við Chelsea á næstu tveimur sólarhringum um að fá hinn 18 ára Josh McEachran á láni út tímabilið.

Gylfi Þór Sigurðsson kom á láni frá Hoffenheim í síðustu viku og spilaði sinn fyrsta leik um helgina. Gylfi kom þá inn á sem varamaður á 59. mínútu í 4-2 sigri á FC Barnsley í enska bikarnum.

Swansea spilaði 4-3-3 á móti Barnsley og kom Gylfi inn vinstra megin á miðjuna og leysti af Spánverjann Andrea Orlandi.

Josh McEachran hefur aðeins spilað í sextán mínútur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur komið inn á sem varamaður á 83. mínútu í tveimur leikjum Chelsea þar af var annar þeirra á móti Swansea City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×