Erlent

Blaðamenn The Sun handteknir

Ungur maður að lesa The Sun sem er eitt vinsælasta blað Bretlands.
Ungur maður að lesa The Sun sem er eitt vinsælasta blað Bretlands. mynd/AFP
Breska lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum götublaðsins The Sun í morgun stuttu eftir að hafa handtekið einn lögreglumann og fjóra starfsmenn blaðsins í tengslum við meintar mútugreiðslur.

Lögreglan rannsakar nú hvort að lögreglumenn hafi þegið greiðslur fyrir að veita blaðamönnum upplýsingar. Blaðið er í eigu auðkýfingsins Ruperts Murdoch en málið teygir anga sína á rannsókn lögreglu á símhlerunum blaðamanna News of the World, sem var lagt niður í sumar, og er einnig í eigu auðkýfingsins.

News Corporation, sem rekur The Sun, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að fjórir núverandi og fyrrum starfsmenn hafi verið handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×