Tónlist

Spenna hjá aðdáendum ABBA

Unnendur sænsku hljómsveitarinnar ABBA bíða nú spenntir eftir deluxútgáfunni af síðustu hljóðversplötu hennar sem kemur út þann 23. apríl næstkomandi.

Á þessari plötu, sem upphaflega kom út árið 1994, verður að finna lag sem ekki hefur heyrst áður en það er fyrsta upptakan af laginu From A Twinkling Star To A Passing Angel.

Hljómsveitin ABBA lagði upp laupana og hætti að koma saman opinberlega árið 1982. Mikill áhugi er fyrir endurkomu hennar og hefur ABBA verið boðnar yfir 20 milljarðar króna fyrir að fara í tónleikaferðalag um heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.