Hönnuðurinn Mundi mun leikstýra stuttmynd um handbolta og fara tökur fram í Víkingsheimilinu næsta laugardag. Vigfús Þormar Gunnarsson fer með aðalhlutverkið en hann stundar leiklistarnám við Kvikmyndaskóla Íslands.
Vigfús Þormar æfði lengi vel handbolta en hætti þegar hann komst á fullorðinsaldurinn og fjallar stuttmyndin um það hvar hann væri staddur í lífinu í dag hefði hann haldið áfram að stunda íþróttina. Þetta er þriðja stuttmyndin sem Mundi leikstýrir og vonast þeir félagar eftir því að hún fari á flakk á milli kvikmyndahátíða um leið og hún verður tilbúin. -sm
Gerir mynd um handbolta
