Gunnar og Róbert eru nördar ársins 24. janúar 2012 13:26 Gunnar Grímsson, til hægri og Róbert Bjarnason eru nördar ársins. Úrslitin í vali á nörd ársins voru kunngjörð á síðbúinni nýársgleði upplýsingatæknifyrirtækisins Advania sem fram fór um liðna helgi. Í tilkynningu frá Advania segir að í aðdraganda gleðinnar hafi verið efnt til samkeppni meðal viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og NÖRD ÁRSINS valinn. „Alls bárust um 630 tilnefningar frá 10 þúsund manns og þar af fengu 20 manns fleiri en fimm atkvæði. Dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar og valdi NÖRD ÁRSINS með hliðsjón af þeim." Í ár voru tveir nördar valdir, þeir Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason. „Þeir fengu að launum veglegan bikar og flugmiða fyrir tvo til útlanda með WOW air." Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að þeir félagar hljóti verðlaunin fyrir magnað ævistarf í upplýsingatækni sem hafi spannað yfir tvo áratugi og hins vegar vegna framsækinna frumkvöðlastarfa við rafræn lýðræðisverkefni undanfarin þrjú ár. Dómnefnd skipuðu Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Arnheiður Guðmundsdóttir Skýrslutæknifélagi Íslands, Frosti Sigurjónsson fjárfestir, Guðjón Már Guðjónsson hjá Medizza, Helga Waage hjá Mobilitus, Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Hjálmar Snær Gíslason forstjóri DataMarket og NÖRD ÁRSINS 2010, Sigríður Þórðardóttir viðskiptagreindarstjórnandi hjá Advania, Sigrún Eva Ármannsdóttir forstömaður veflausna Advania, Stefán Baxter netlausnastjórnandi hjá VÍS og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir.NOKKUR ORÐ UM NÖRDA ÁRSINS Gunnar Grímsson hefur verið virkur þátttakandi í upplýsingatækni síðan 1995. Hann var fyrsti vefstjóri Miðheima (centrum.is), sem var fyrsta almenna internetþjónustufyrirtæki landsins. Einnig var hann meðstofnandi this.is og IO Inter Organ og stjórnaði fyrstu alþjóða sýndarveruleikaráðstefnunni á Íslandi: Avatars98. Gunnar óf, skrifaði og kenndi veftækni frá 1995 til 2008. Hefur meðal annars séð um vefmál Háskóla Íslands, Listaháskólans, Listahátíðar, Icelandair og Alþingis. Róbert Bjarnason hefur verið virkur frumkvöðull frá 12 ára aldri, þegar hann seldi sitt fyrsta forrit. Hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki 13 ára og setti síðan Miðheima á stofn árið 1993. Róbert stofnaði seinna centrum.dk í Danmörku, sem var þá annað af tveimur netþjónustufyrirtækjum landsins. Hann var um árabil frumkvöðull í leikjabransanum og vann meðal annars bresku BAFTA-verðlaunin tvö ár í röð fyrir farsímaleiki. Milljónir manna um víða veröld hafa spilað leiki á vegum Róberts. Saman hafa Gunnar og Róbert einbeitt sér að rafrænum lýðræðisverkefnum frá árinu 2008. Þar má nefna grasrótarverkefnið Skuggaþing, Betri Reykjavík sem er samstarfsverkefni með Reykjavíkurborg, netgáttina Your Priorities sem inniheldur lýðræðisvefi fyrir öll lönd heimsins, Betra Ísland sem opnaði á 2011 og sjálfseignarstofnunina Íbúa ses sem hefur lýðræðisstyrkingu að markmiði. Þeir unnu jafnframt alþjóðlegu lýðræðisverðlaunin World eDemocracy Award 2011. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Úrslitin í vali á nörd ársins voru kunngjörð á síðbúinni nýársgleði upplýsingatæknifyrirtækisins Advania sem fram fór um liðna helgi. Í tilkynningu frá Advania segir að í aðdraganda gleðinnar hafi verið efnt til samkeppni meðal viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og NÖRD ÁRSINS valinn. „Alls bárust um 630 tilnefningar frá 10 þúsund manns og þar af fengu 20 manns fleiri en fimm atkvæði. Dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar og valdi NÖRD ÁRSINS með hliðsjón af þeim." Í ár voru tveir nördar valdir, þeir Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason. „Þeir fengu að launum veglegan bikar og flugmiða fyrir tvo til útlanda með WOW air." Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að þeir félagar hljóti verðlaunin fyrir magnað ævistarf í upplýsingatækni sem hafi spannað yfir tvo áratugi og hins vegar vegna framsækinna frumkvöðlastarfa við rafræn lýðræðisverkefni undanfarin þrjú ár. Dómnefnd skipuðu Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Arnheiður Guðmundsdóttir Skýrslutæknifélagi Íslands, Frosti Sigurjónsson fjárfestir, Guðjón Már Guðjónsson hjá Medizza, Helga Waage hjá Mobilitus, Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Hjálmar Snær Gíslason forstjóri DataMarket og NÖRD ÁRSINS 2010, Sigríður Þórðardóttir viðskiptagreindarstjórnandi hjá Advania, Sigrún Eva Ármannsdóttir forstömaður veflausna Advania, Stefán Baxter netlausnastjórnandi hjá VÍS og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir.NOKKUR ORÐ UM NÖRDA ÁRSINS Gunnar Grímsson hefur verið virkur þátttakandi í upplýsingatækni síðan 1995. Hann var fyrsti vefstjóri Miðheima (centrum.is), sem var fyrsta almenna internetþjónustufyrirtæki landsins. Einnig var hann meðstofnandi this.is og IO Inter Organ og stjórnaði fyrstu alþjóða sýndarveruleikaráðstefnunni á Íslandi: Avatars98. Gunnar óf, skrifaði og kenndi veftækni frá 1995 til 2008. Hefur meðal annars séð um vefmál Háskóla Íslands, Listaháskólans, Listahátíðar, Icelandair og Alþingis. Róbert Bjarnason hefur verið virkur frumkvöðull frá 12 ára aldri, þegar hann seldi sitt fyrsta forrit. Hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki 13 ára og setti síðan Miðheima á stofn árið 1993. Róbert stofnaði seinna centrum.dk í Danmörku, sem var þá annað af tveimur netþjónustufyrirtækjum landsins. Hann var um árabil frumkvöðull í leikjabransanum og vann meðal annars bresku BAFTA-verðlaunin tvö ár í röð fyrir farsímaleiki. Milljónir manna um víða veröld hafa spilað leiki á vegum Róberts. Saman hafa Gunnar og Róbert einbeitt sér að rafrænum lýðræðisverkefnum frá árinu 2008. Þar má nefna grasrótarverkefnið Skuggaþing, Betri Reykjavík sem er samstarfsverkefni með Reykjavíkurborg, netgáttina Your Priorities sem inniheldur lýðræðisvefi fyrir öll lönd heimsins, Betra Ísland sem opnaði á 2011 og sjálfseignarstofnunina Íbúa ses sem hefur lýðræðisstyrkingu að markmiði. Þeir unnu jafnframt alþjóðlegu lýðræðisverðlaunin World eDemocracy Award 2011.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira