Lífið

Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi fagnar á Nasa

elly@365.is skrifar
Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hélt veislu í Nasa föstudaginn 20. janúar til heiðurs 70 ára afmælis tengsla milli Íslands og Bandaríkjanna. Sendiherra Bandaríkjanna Luis Arreaga og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ávörpuðu veislugesti.

Skoða myndir hér.

Veislustjóri var leikarinn Darren Foreman og Lay Low og bandaríski tónlistarmaðurinn Jason Dodson frá Seattle fluttu saman órafmagnaða tónlist og sýndu í verki hve íslensk og bandarísk samvinna getur heppnast vel. Þá hreif hljómsveitin Of Monsters and Men veislugesti, sem voru 700 talsins, með sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×