Íslenski boltinn

Elín Metta með þrennu í sigri Vals á KR | Búin að skora 6 mörk í 2 leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta Jensen, til vinstri, í Evrópuleik með Val síðasta haust.
Elín Metta Jensen, til vinstri, í Evrópuleik með Val síðasta haust. Mynd/Pjetur
Hin 16 ára gamla Elín Metta Jensen skoraði þrennu í 5-0 sigri Vals á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram í Egilshöllinni í dag. Rakel Logadóttir skoraði hin tvö mörkin. Þetta er önnur þrenna Elínar í röð en hún skoraði einnig þrjú mörk í 5-0 sigri á Fjölni á dögunum.

Elín Metta gerði fyrsta markið af stuttu færi á 25. mínútu eftir fyrirgjöf frá Rakel Logadóttur. Rakel skoraði síðan sjálf sex mínútum síðar með viðstöðulausu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Katrínar Gylfadóttur.

Elín Metta skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum fyrir hálfleik þegar hún skoraði af öryggi úr víaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Kristín Ýr Bjarnadóttir leyfði stelpunni að taka spyrnuna.

Rakel skoraði fjórða markið í upphafi seinni hálfleiks eftir stungusendingu frá Laufeyju Björnsdóttur og fimmtán mínútum fyrir leikslok skoraði Elín Metta síðan þriðja mark sitt og fimmta mark Vals.

Elín Metta fékk þá laglega stungusendingu frá Berglindi Rós Ágústsdóttur sem er einmitt fædd árið 1995 eins og hún.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Sporttv og má sjá öll mörkin með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×