Landsbankinn hagnast á hækkandi verðlagi 4. febrúar 2012 18:54 Misvægi í verðtryggðum eignum og skuldum Landsbankans gerir það að verkum að bankinn hagnast um meira en milljarð í hvert skipti sem verðlag hækkar um prósent. Misvægið hefur aukist í Landsbankanum frá hruni, meðan hinir tveir hafa dregið úr því. Verðtryggingarjöfnuður er orð sem notað er til að lýsa muninum á verðtryggðum eignum og skuldum, það er, hvort fjármálastofnun hefur lánað meira verðtryggt út en hún hefur sjálf fengið lánað. Nokkuð misvægi er í verðtryggðum eignum og skuldum bankanna þriggja. Arion banki átti rúmum 14 milljörðum meira verðtryggt en hann skuldaði þegar árshlutauppgjör fyrir fyrstu 9 mánuði síðasta árs var birt, á sama tíma og munurinn nam 16 og hálfum milljarði hjá Íslandsbanka. Langmesta ójafnvægið var í bókum ríkisbankans Landsbankans, þar sem bankinn átti hundrað og ellefu milljörðum meira verðtryggt, en hann skuldaði. Það merkir að að eitt prósent hækkun verðlags eykur hreinan hagnað bankans um meira en 1,1 milljarð króna af því að verðmæti eigna hans eykst meira en skuldirnar - það meira en þrefalt á við hina bankana til samans. Sé þróunin skoðuð frá ársbyrjun 2009 sést að hinum bönkunum hefur báðum tekist að draga úr ójafnvæginu, Íslandsbanka þó betur, á meðan ójafnvægið hefur aukist mikið á sama tíma hjá Landsbankanum. Hætta er á að ójafnvægið aukist enn, þar sem bankinn mun að öllum líkindum breyta gengistryggðum lánum í verðtryggð og auka útlánin frekar. Upplýsingafulltrúi Landsbankans segir í samtali við fréttastofu að bankinn sé meðvitaður um þetta misvægi og verið sé að reyna að vinda ofan af því. Verðtryggðu lánin vindi hins vegar upp á sig, og lítill áhugi virðist á verðtryggðum innlánum til að vega upp á móti því. Hann segir að bankinn sé ekki meðvitað að taka stöðu með verðbólgunni, og telur að hinum bönkunum hafi tekist betur að draga úr sinni stöðu því efnahagsreikningur þeirra sé minni. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Misvægi í verðtryggðum eignum og skuldum Landsbankans gerir það að verkum að bankinn hagnast um meira en milljarð í hvert skipti sem verðlag hækkar um prósent. Misvægið hefur aukist í Landsbankanum frá hruni, meðan hinir tveir hafa dregið úr því. Verðtryggingarjöfnuður er orð sem notað er til að lýsa muninum á verðtryggðum eignum og skuldum, það er, hvort fjármálastofnun hefur lánað meira verðtryggt út en hún hefur sjálf fengið lánað. Nokkuð misvægi er í verðtryggðum eignum og skuldum bankanna þriggja. Arion banki átti rúmum 14 milljörðum meira verðtryggt en hann skuldaði þegar árshlutauppgjör fyrir fyrstu 9 mánuði síðasta árs var birt, á sama tíma og munurinn nam 16 og hálfum milljarði hjá Íslandsbanka. Langmesta ójafnvægið var í bókum ríkisbankans Landsbankans, þar sem bankinn átti hundrað og ellefu milljörðum meira verðtryggt, en hann skuldaði. Það merkir að að eitt prósent hækkun verðlags eykur hreinan hagnað bankans um meira en 1,1 milljarð króna af því að verðmæti eigna hans eykst meira en skuldirnar - það meira en þrefalt á við hina bankana til samans. Sé þróunin skoðuð frá ársbyrjun 2009 sést að hinum bönkunum hefur báðum tekist að draga úr ójafnvæginu, Íslandsbanka þó betur, á meðan ójafnvægið hefur aukist mikið á sama tíma hjá Landsbankanum. Hætta er á að ójafnvægið aukist enn, þar sem bankinn mun að öllum líkindum breyta gengistryggðum lánum í verðtryggð og auka útlánin frekar. Upplýsingafulltrúi Landsbankans segir í samtali við fréttastofu að bankinn sé meðvitaður um þetta misvægi og verið sé að reyna að vinda ofan af því. Verðtryggðu lánin vindi hins vegar upp á sig, og lítill áhugi virðist á verðtryggðum innlánum til að vega upp á móti því. Hann segir að bankinn sé ekki meðvitað að taka stöðu með verðbólgunni, og telur að hinum bönkunum hafi tekist betur að draga úr sinni stöðu því efnahagsreikningur þeirra sé minni.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira