Innlent

Hélt alltaf í vonina

Skipið sem fórst við Noregsstrendur.
Skipið sem fórst við Noregsstrendur.
„Þegar maður getur ekki einu sinni brosað þá reynir maður það samt," segir Eiríkur Ingi Jóhannsson sem komst einn lífs af þegar togarinn Hallgrímur sökk við Noregsstrendur í síðustu viku. Þrír menn fórust í slysinu. Eiríkur var í ítarlegu viðtali við Kastljósið á RÚV um lífsreynslu sína í kvöld. Þar sagði hann að börnin hefðu verið honum ofarlega í huga þegar hann áttaði sig á því að hann væri í lífshættu.

Eiríkur Ingi sagði í viðtalinu að hann hefði haldið í vonina um að þyrla kæmi til að bjarga áhöfn Hallgríms. Hann fylltist síðan ótta þegar að þyrlan sveimaði yfir honum en hann hélt að hún myndi ekki finna sig. Í viðtalinu lýsti hann síðan fögnuðinum þegar hann sá að sigmaður úr þyrlunni hefði fundið hann og hann væri á leið heim.

Eiríkur Ingi hefur þegar rætt við Rannsóknarnefnd sjóslysa, en formaður nefndarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í fyrradag að Hallgrímur hafi verið í góðu ástandi þegar skipið hélt í sína síðustu ferð til Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×