Einstaklingum líði betur í jafnara samfélagi Hafsteinn Hauksson skrifar 1. febrúar 2012 20:15 „Ég ætla að gefa þér hundrað þúsund kall. Ertu sáttur?" spyr Ragna Benedikta Garðarsdóttir, doktor í félagssálfræði, fréttamann í nýjasta þætti Klinksins. „Og svo ætla ég að gefa myndatökumanninum 200 þúsund krónur. Þá ert þú ekki jafnsáttur, vegna þess að um leið og einhver er kominn með meira heldur þú fyrir sama framlag, þá ertu orðinn ósáttur við það sem þú færð." Ragna hefur rannsakað tengsl peninga og hamingju og segir svokallaðan afstæðan skort hafa mikil áhrif á fólk. Hann felur í sér að fólk telji sig skorta hluti miðað við aðra í kringum sig sem eiga meira, þrátt fyrir að hafa það hugsanlega mjög gott. Hann hafi átt þátt í hruninu þegar margir voru komnir í lúxusneyslu og nýtt samfélagslegt norm hafi orðið til. Eina leiðin fyrir fólk á eðlilegum tekjum til að ná sömu stöðu hafi verið að skuldsetja sig, en ekki þarf að hafa mörg orð um þátt ofskuldsetningar í samdrætti efnahagslífsins. Ragna telur að vegna þessa geti jöfnuður stuðlað að hamingju í samfélaginu, og segir rannsóknir benda til að sú sé raunin. „Það er pínu hættulegt að tala um jöfnuð, fólki finnst það svo pólitískt. Málið er samt að það er fullt af félags- og sálfræðilegum rannsóknum sem benda til þess að í jafnara samfélagi líður einstaklingnum betur." Sjá má nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér, en þar ræðir Ragna Benedikta um sálfræði hagkerfisins, efnishyggju, peninga og hamingju. Klinkið Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira
„Ég ætla að gefa þér hundrað þúsund kall. Ertu sáttur?" spyr Ragna Benedikta Garðarsdóttir, doktor í félagssálfræði, fréttamann í nýjasta þætti Klinksins. „Og svo ætla ég að gefa myndatökumanninum 200 þúsund krónur. Þá ert þú ekki jafnsáttur, vegna þess að um leið og einhver er kominn með meira heldur þú fyrir sama framlag, þá ertu orðinn ósáttur við það sem þú færð." Ragna hefur rannsakað tengsl peninga og hamingju og segir svokallaðan afstæðan skort hafa mikil áhrif á fólk. Hann felur í sér að fólk telji sig skorta hluti miðað við aðra í kringum sig sem eiga meira, þrátt fyrir að hafa það hugsanlega mjög gott. Hann hafi átt þátt í hruninu þegar margir voru komnir í lúxusneyslu og nýtt samfélagslegt norm hafi orðið til. Eina leiðin fyrir fólk á eðlilegum tekjum til að ná sömu stöðu hafi verið að skuldsetja sig, en ekki þarf að hafa mörg orð um þátt ofskuldsetningar í samdrætti efnahagslífsins. Ragna telur að vegna þessa geti jöfnuður stuðlað að hamingju í samfélaginu, og segir rannsóknir benda til að sú sé raunin. „Það er pínu hættulegt að tala um jöfnuð, fólki finnst það svo pólitískt. Málið er samt að það er fullt af félags- og sálfræðilegum rannsóknum sem benda til þess að í jafnara samfélagi líður einstaklingnum betur." Sjá má nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér, en þar ræðir Ragna Benedikta um sálfræði hagkerfisins, efnishyggju, peninga og hamingju.
Klinkið Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira