Sigurjón krefst afhendingar á sparnaðinum sínum Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. febrúar 2012 09:51 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, við upphaf aðalmeðferðar í dómsal 302 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurjón var ekki mættur sjálfur. Mynd/ÞÞ Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankstjóri Landsbankans, krefst viðurkenningar á því að í gildi sé samningur milli hans og Landsbankans um viðbótarlífeyrissparnað og þá krefst hann afhendingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir sparnaðinn, en aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurjón var einn þeirra starfsmanna sem gerði samning um viðbótarlífeyrissparnað. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, sagði við aðalmeðferðina að samningurinn hefði verið gerður 19. ágúst 2008 og þeim samningi fylgdi viðauki um eignastýringu. „Reglur Landsbankans um lífeyrissparnað hafði Landsbankinn fengið samþykktar hjá fjármálaráðuneytinu árið 2001," sagði Sigurður. Hann sagði að gert hefði verið ráð fyrir því í ráðningarsamningi Sigurjóns við Landsbankann að 20 prósent af launum hans færu í viðbótarlífeyrissparnað. „Það sem skiptir máli hér að í apríl árið 2008 þá voru starfsmenn á eignastýringarsviði Landsbankans að velta því fyrir sér að bjóða upp á á nýjan leik viðbótarsparnað sem fólst í því að í raun var stofnaður sjóður fyrir hvern og einn viðskiptamann sem á því hafði efni. Og gert var ráð fyrir því að menn hefðu yfir að ráða 50 milljónum króna eða meira til að þetta borgaði sig," sagði Sigurður. Hann sagði jafnframt að farin hefði verið sú leið að kaupa áðurnefnd skuldabréf, m.a í Landsvirkjun. Því næst fór hann yfir samsetningu sjóðsins. Hann sagði að þessi aðferð hefði rúmast innan þeirra laga sem giltu um lífeyrissparnað þegar samningurinn var gerður.Atlaga stjórnvalda gegn Sigurjóni Sigurður sagði að þegar Landsbankinn hefði verið kominn í þrot hefðu stjórnvöld hafið atlögu að Sigurjóni. „Það má segja að þann ljóta leik hafi fjármálaráðuneytið hafið með bréfi sem það skrifaði Sigurjóni 21. desember 2009. Þá sendi ráðuneytið dæmafátt bréf til stefnda þar sem kemur fram ný túlkun á gildi laga 129/1997 (lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða). Í þessu bréfi (...) er því haldið fram að samningur stefnanda (Sigurjóns) við stefnda (Landsbankann) sé ólögmætur og markleysa vegna þess að samningurinn hafi aldrei hlotið samþykki ráðuneytisins. Þessum leik er síðan haldið áfram af hálfu annarra stjórnvalda," sagði Sigurður. Þá vitnaði Sigurður til þess að Sigurjón hefði sótt um breytingar á lífeyrissparnaði sínum haustið 2008. Þá hafi síðar komið fram staðfesting frá fjármálaráðuneytinu á því sem Gunnar Viðar, þáverandi yfirmaður lögfræðisviðs, hefði haldið fram í janúar 2009, að aðeins reglurnar um lífeyrissparnað þyrfti að leggja til staðfestingar í ráðuneytinu, en ekki hvern og einn samning, þ.e samningseyðublöðin sem slík. Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankstjóri Landsbankans, krefst viðurkenningar á því að í gildi sé samningur milli hans og Landsbankans um viðbótarlífeyrissparnað og þá krefst hann afhendingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir sparnaðinn, en aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurjón var einn þeirra starfsmanna sem gerði samning um viðbótarlífeyrissparnað. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, sagði við aðalmeðferðina að samningurinn hefði verið gerður 19. ágúst 2008 og þeim samningi fylgdi viðauki um eignastýringu. „Reglur Landsbankans um lífeyrissparnað hafði Landsbankinn fengið samþykktar hjá fjármálaráðuneytinu árið 2001," sagði Sigurður. Hann sagði að gert hefði verið ráð fyrir því í ráðningarsamningi Sigurjóns við Landsbankann að 20 prósent af launum hans færu í viðbótarlífeyrissparnað. „Það sem skiptir máli hér að í apríl árið 2008 þá voru starfsmenn á eignastýringarsviði Landsbankans að velta því fyrir sér að bjóða upp á á nýjan leik viðbótarsparnað sem fólst í því að í raun var stofnaður sjóður fyrir hvern og einn viðskiptamann sem á því hafði efni. Og gert var ráð fyrir því að menn hefðu yfir að ráða 50 milljónum króna eða meira til að þetta borgaði sig," sagði Sigurður. Hann sagði jafnframt að farin hefði verið sú leið að kaupa áðurnefnd skuldabréf, m.a í Landsvirkjun. Því næst fór hann yfir samsetningu sjóðsins. Hann sagði að þessi aðferð hefði rúmast innan þeirra laga sem giltu um lífeyrissparnað þegar samningurinn var gerður.Atlaga stjórnvalda gegn Sigurjóni Sigurður sagði að þegar Landsbankinn hefði verið kominn í þrot hefðu stjórnvöld hafið atlögu að Sigurjóni. „Það má segja að þann ljóta leik hafi fjármálaráðuneytið hafið með bréfi sem það skrifaði Sigurjóni 21. desember 2009. Þá sendi ráðuneytið dæmafátt bréf til stefnda þar sem kemur fram ný túlkun á gildi laga 129/1997 (lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða). Í þessu bréfi (...) er því haldið fram að samningur stefnanda (Sigurjóns) við stefnda (Landsbankann) sé ólögmætur og markleysa vegna þess að samningurinn hafi aldrei hlotið samþykki ráðuneytisins. Þessum leik er síðan haldið áfram af hálfu annarra stjórnvalda," sagði Sigurður. Þá vitnaði Sigurður til þess að Sigurjón hefði sótt um breytingar á lífeyrissparnaði sínum haustið 2008. Þá hafi síðar komið fram staðfesting frá fjármálaráðuneytinu á því sem Gunnar Viðar, þáverandi yfirmaður lögfræðisviðs, hefði haldið fram í janúar 2009, að aðeins reglurnar um lífeyrissparnað þyrfti að leggja til staðfestingar í ráðuneytinu, en ekki hvern og einn samning, þ.e samningseyðublöðin sem slík.
Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira