Sport

Haye og Chisora slógust á blaðamannafundi

Haye er hér að rífast  við Chisora á blaðamannafundinum.
Haye er hér að rífast við Chisora á blaðamannafundinum.
Það varð allt vitlaust eftir bardaga Vitali Klitschko og Bretans Derecks Chisora í gær. Á blaðamannafundinum eftir bardagann slógust Chisora og David Haye, sem tapaði gegn Waldimir Klitschko á síðasta ári.

Chisora kom á óvart með því halda út tólf lotur gegn Klitschko og tapa á stigum. Um leið og bardaganum lauk fór hann að ögra Haye sem var að lýsa bardaganum.

Lætin héldu áfram á blaðamannafundinum er þeir Haye og Chisora héldu áfram að rífast. Það rifrildi endaði með því að Chisora stóð upp og labbaði niður á gólf ásamt aðstoðarmönnum sínum.

Þar varð fjandinn fljótlega laus er þeir byrjuðu að slást. Í látunum veltu þeir um koll fjölda myndavéla og einhverjir fengu skurði. Chisora sást meðal annars halda á glerflösku en var skrúfaður niður áður en hann gat beitt henni.

Chisora hefur verið handtekinn og lögreglan í Munchen leitar að Haye. Vill fá hann til þess að gefa skýrslu.

Hinn lítt þekkti Chisora vill fá að slást við Haye og segir hann hafa eyðilagt framtíðarmöguleika breskra boxara.

Hann er orðinn talsvert þekktur eftir þessi læti og fyrir að slá Vitali Klitschko utan undir á blaðamannafundi fyrir bardagann.

Ímynd breskra hnefaleika er í molum eftir þessa uppákomu sem allir eru sammála um að hafi verið til háborinnar skammar.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×