Fótbolti

Ævisaga Zlatan Ibrahimovic nú í boði sem forrit fyrir iPad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic fagnar marki sínu á móti Arenal í vikunni.
Zlatan Ibrahimovic fagnar marki sínu á móti Arenal í vikunni. Mynd/AFP
Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan og sænska landsliðsins í fótbolta, er í takt við tímann og tilbúinn að nýta sér nýjustu tæknina til að koma feikivinsælli ævisögu sinni á framfæri.

Ibrahimovic hefur nú gefið út bók sína sem forrit fyrir iPad spjaldtölvuna en forritið byggir á ævisögunni sem sænski framherjinn gaf út á síðasta ári. Bókin hefur þegar selst í hálfri milljón eintaka og þar lætur hann allt flakka á sinn einstaka hátt.

Forritið heitir "I am Zlatan Ibrahimovic" eða "Ég er Zlatan Ibrahimovic" og er fyrsta ævisögu-forritið í heiminum. Kaupendur á "appinu" geta auk útgáfu af bókinni náð þarna í myndbönd með flottustu tilþrifum kappans, yfirlit yfir glæsilega tölfræði ferilsins hans sem og að skoða sjónvarpsviðtal við Zlatan.

Rúsínan í pylsuendanum er síðan yfirlit yfir öll húðflúr kappans en það er dágóður listi. "Appið" kostar 139 krónur sænskar eða 2.562 íslenskar krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×