Reynt að bjarga kísilveri í Helguvík Kristján Már Unnarsson skrifar 15. febrúar 2012 11:59 Lóðin í Helguvík sem ætluð er kísilveri. Framkvæmdir áttu að hefjast í fyrrasumar. Stefnt er að því að drög að breyttum orkusamningi við Íslenska kísilfélagið verði lögð fyrir stjórnarfund Landsvirkjunar á föstudag í því skyni að bjarga verkefninu, en lokafrestur, sem Landsvirkjun veitti bandarískum fjárfestum, rennur út í dag. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að áform um kísilver í Helguvík væru í uppnámi og að svo gæti farið að samningum yrði rift á næstu dögum og hætt við verkefnið. Eitt ár er liðið frá því samningar voru undirritaðir við hátíðlega athöfn í Keflavík að viðstöddum tveimur ráðherrum ríkisstjórnarinnar og áttu framkvæmdir að hefjast í fyrravor. Ekkert bólar hins vegar enn á framkvæmdum. Íslenska kísilfélagið, sem er að stærstum hluta í eigu bandaríska félagsins Globe Speciality Metals, hefur ítrekað fengið fullgildingu orkusamningsins frestað, síðast til 15. febrúar. Landsvirkjun var búin að tilkynna ráðamönnum kísilfélagsins að frekari frestir yrðu ekki veittir og nú yrði að taka endanlega ákvörðun, af eða á, en Globe-menn svöruðu á móti að þeir treystu sér ekki til að hefjast handa nema orkusamningurinn yrði endurskoðaður vegna verðlækkunar á kísil og tafa á verkefninu. Aðilar hafa að undanförnu reynt að leita lausnar enda málið í uppnámi þar sem fresturinn rennur út í dag. Aukinnar bjartsýni gætir nú um að aðilar séu að ná saman, og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að drög að breyttum orkusamningi verði lögð fyrir stjórnarfund Landsvirkjunar næstkomandi föstudag. Jafnframt er gert ráð fyrir að fresturinn verði framlengdur um einn mánuð enn, til 15. mars, til að ganga endanlega frá nýjum samningum. Þetta bendir til þess að ráðamenn Landsvirkjunar séu tilbúnir að koma til móts við óskir ráðamanna Globe um afslátt frá orkuverðinu til að kísilver geti orðið að veruleika á Suðurnesjum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Stefnt er að því að drög að breyttum orkusamningi við Íslenska kísilfélagið verði lögð fyrir stjórnarfund Landsvirkjunar á föstudag í því skyni að bjarga verkefninu, en lokafrestur, sem Landsvirkjun veitti bandarískum fjárfestum, rennur út í dag. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að áform um kísilver í Helguvík væru í uppnámi og að svo gæti farið að samningum yrði rift á næstu dögum og hætt við verkefnið. Eitt ár er liðið frá því samningar voru undirritaðir við hátíðlega athöfn í Keflavík að viðstöddum tveimur ráðherrum ríkisstjórnarinnar og áttu framkvæmdir að hefjast í fyrravor. Ekkert bólar hins vegar enn á framkvæmdum. Íslenska kísilfélagið, sem er að stærstum hluta í eigu bandaríska félagsins Globe Speciality Metals, hefur ítrekað fengið fullgildingu orkusamningsins frestað, síðast til 15. febrúar. Landsvirkjun var búin að tilkynna ráðamönnum kísilfélagsins að frekari frestir yrðu ekki veittir og nú yrði að taka endanlega ákvörðun, af eða á, en Globe-menn svöruðu á móti að þeir treystu sér ekki til að hefjast handa nema orkusamningurinn yrði endurskoðaður vegna verðlækkunar á kísil og tafa á verkefninu. Aðilar hafa að undanförnu reynt að leita lausnar enda málið í uppnámi þar sem fresturinn rennur út í dag. Aukinnar bjartsýni gætir nú um að aðilar séu að ná saman, og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að drög að breyttum orkusamningi verði lögð fyrir stjórnarfund Landsvirkjunar næstkomandi föstudag. Jafnframt er gert ráð fyrir að fresturinn verði framlengdur um einn mánuð enn, til 15. mars, til að ganga endanlega frá nýjum samningum. Þetta bendir til þess að ráðamenn Landsvirkjunar séu tilbúnir að koma til móts við óskir ráðamanna Globe um afslátt frá orkuverðinu til að kísilver geti orðið að veruleika á Suðurnesjum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira