Erlent

Tvíburabræður sýna alheiminn í öllu sínu veldi

Tvíburabræðurnir Cary og Michael Huang.
Tvíburabræðurnir Cary og Michael Huang. Mynd/AP
Gagnvirkt kort sem tveir 14 ára tvíburabræður hafa sett saman hefur vakið mikla athygli á internetinu. Kortið sýnir alheiminn í öllu sínu veldi, frá hinu minnsta til þess stærsta.

„Kennarinn minn sýndi bekknum myndband þar sem frumur voru birtar í mismunandi stærðum," sagði hinn fjórtán ára Cary Huang. „Ég ákvað að gera mína eigin útgáfu." Cary fékk tæknilega hjálp frá tvíburabróður sínum, Michael Huang.

„Þetta var ekki fyrir skólann," sagði Cary. „Þetta var bara skemmtilegt. En raunvísindakennarinn hafði mjög gaman af kortinu. Hann sýndi bekknum það meira að segja."

Kortið er sannarlega stórkostlegt. Bræðurnir lögðust í mikla rannsóknarvinnu við vinnslu þess. Cary sagði að hann hafi lesið sér til á Wikipedia ásamt því að fletta í fræðibókum um stjörnufræði.

„Við vitum ekki hvað við ætlum að gera þegar við klárum skólann," sagði Cary. „Við höfum mikinn áhuga á forritun og hreyfimyndagerð. Stjörnufræði er líka svöl."

Hægt er að skoða kortið hér. Það eina sem þarf að gera er að smella á „start" og færa síðan sleðarofann til og frá. Hægt er að fletta frá stærsta hlut veraldar (hinum sjáanlega alheimi) til þess allra minnsta (strengjum strengjafræðinnar)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×