Fótbolti

Ranieri: Stjórnin stendur með mér

Ranieri er ekki að standa sig.
Ranieri er ekki að standa sig.
Claudio Ranieri gekk ágætlega að rífa Inter upp eftir að hann tók við liðinu snemma í vetur. Upp á síðkastið hefur síðan farið að síga á ógæfuhliðina á nýjan leik.

Inter tapaði svo mjög óvænt gegn Novara um helgina og ítalskir fjölmiðlar spá því margir að Ranieri muni fá að fjúka í vikunni eftir það neyðarlega tap.

Sem fyrr stendur Ranieri keikur og hann gekk svo langt að lýsa því yfir að öll stjórnin stæði á bak við hann.

"Félagið og Moratti forseti eru 100 prósent á bak við mig. Það er frábært samband á milli okkar og ég finn vel fyrir stuðningnum," sagði Ranieri brattur en hann er öllu vanur í bransanum.

Þar sem Fabio Capello er á lausu er þegar byrjað að orða hann við starfið en Capello hefur reyndar látið hafa eftir sér að hann hafi engan áhuga á því að þjálfa aftur á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×