Erlent

Blaðamenn breska blaðsins The Sun handteknir

Robert Murdoch, eigandi The Sun.
Robert Murdoch, eigandi The Sun.
Breska götublaðið The Sun er í uppnámi eftir að lögreglan í Lundúnum handtók fimm blaðamenn hjá blaðinu á heimilum þeirra í morgun. Blaðamennirnir, eru á aldrinum 40 til 60 ára gamlir og meðal þeirra eru yfirmenn blaðsins.

Blaðamennirnir voru handteknir vegna gruns um að hafa greitt lögreglumönnum fé fyrir upplýsingar og tengist málið rannsóknum lögreglunnar í kjölfar hneykslis sem skók Bretland tengdu News Of The World. Eigandinn er sá sami, Rubert Murdoch, sem hefur verið gagnrýndur harðlega vegna framgöngu fréttamanna sem störfuðu hjá honum.

Samkvæmt fréttasíðu Daily Telegraph eru handtökurnar mikið áfall fyrir blaðið, sem er eitt það stærsta í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×