Erlent

Nýtt tónlistarmyndband Ok Go vekur athygli

Nýtt tónlistarmynd hljómsveitarinnar Ok Go var opinberað á Super Bowl um síðustu helgi. Tónlistarmyndbandið var framleitt af Chevrolet og var hugsað sem auglýsing fyrir nýja línu af smábílum.

Hljómsveitin er víðfræg fyrir flókin og hugmyndarík tónlistarmyndbönd - en þetta nýjasta myndband hefur vakið sérstaka athygli.

Í myndbandinu ekur söngvari hljómsveitarinnar Chevy Sonic smábíl á sérhannaðri aksturbraut. Bíllinn er svo notaður til að framkalla hljóma með því að aka honum á sérútbúin hljóðfæri sem raðað hefur verið meðfram brautinni.

Söngvarinn ekur bílnum og syngur á meðan hinir meðlimir hljómsveitarinnar stjórnar vélrænum örmum sem lemja heimagerð hljóðfæri.

Hér er hægt að sjá nákvæma útlistun á mismunandi köflum lagsins.mynd/MIT
Gríðarlega skipulagningu þurfti til að ná réttum hljómum og takti. Einn af meðlimum Ok Go hannaði sérstakt forrit sem breytir takti í kílómetra á klukkustund. Bílnum var ekið á rúmlega 50 kílómetra hraða í viðlaginu. Í versunum var bílnum ekið á 26 kílómetra hraða.

Söngvarinn notaðist þó ekki við hraðamælinn í bílnum heldur féllu baunapokar á aksturbrautina með ákveðnu millibili og þannig gat hann fylgst með niðurslaginu.

Hægt er að sjá tónlistarmyndið hér að ofan. Að auki er hægt að sjá fleiri tónlistarmyndbönd með Ok Go á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×